Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 34
33
Í fyrsta lagi heldur hann [Ariès] því fram að á miðöldum hafi fólk
umgengist dauðann á yfirvegaðan hátt og sett sér að hafa hemil á
tilfinningum sínum (tamed death). Viðhorf fólks á þessu stigi fólst
í undirstrikun þeirrar staðreyndar að það ætti fyrir öllum að liggja
deyja. Með öðrum orðum, dauðinn var meðhöndlaður sem eðli-
legur hluti af tilveru manna.
Annað stig í þróun dauðahugtaksins var þegar einstaklingurinn
sjálfur varð miðdepill dauðans (one’s own death). Þetta gerðist á
síðmiðöldum að dómi Ariès og í brennidepli var sú hugmynd að
vegferð manna stæði frammi fyrir dómi á dauðastundinni og andleg
og veraldleg verðmæti hins dauðvona manns yrðu lögð á vogar-
skálarnar. Þriðja stigið sem blómstraði á sextándu til nítjándu öld
þrengdi hring þeirra sem tóku þátt í sorginni og gerði viðbrögð
þeirra sem eftir lifðu mun ákafari (thy death). Á þessu tímabili
mótuðust ýmsir siðir og hættir í kringum greftrun hins látna sem
gerðu minningu hans hátt undir höfði og hjálpaði þeim sem eftir
lifðu að horfast í augu við dauðann.
Fjórða og síðasta þrepið í þessari þróun dauðahugtaksins í menn-
ingarheimi Vesturlandabúa var hinn svo kallaði „óæskilegi dauði“
(forbidden death) sem er það viðhorf sem nútímamaðurinn hefur til
hans. Á þessu stigi hafi athöfnin í kringum dauðann enn verið dreg-
in saman þannig að sorgin fékk lítið rúm og dauðinn sjálfur varð
bæði framandi og óhugnanlegt fyrirbæri í augum flestra.2
Við þessa rannsókn var kenning Ariès höfð til hliðsjónar með það í huga að
meta hvort hún ætti við íslenskan veruleika eins og hann birtist í annálun-
um. Þeir hlutar kenningar Ariès sem ganga út frá dómi manneskjunnar á
dauðastundinni og ákafari viðbrögð við dauðanum (annað og þriðja stig/
one’s own death og thy death) eru það sem mest vísar til þess tímaskeiðs
sem þessi rannsókn nær til (17. og 18. aldar), samkvæmt tímabilaskipt-
ingu Ariès. Þó má leiða rök að því að fyrsta stigið eigi líka við á Íslandi á
þeim tíma sem hér um ræðir vegna nálægðar landsmanna við dauðann og
birtingarmynda hans í þjóðtrú. Meðalævilengd var stutt, drepsóttir tíðar,
2 Sigurður Gylfi Magnússon, „„Dauðinn er lækur, en lífið er strá.“ Líf og dauði á 19.
öld“, Eitt sinn skal hver deyja. Dauðinn í íslenskum veruleika, ritstj. Sigurjón Baldur
Hafsteinsson, Reykjavík: Mokka-press, 1996, bls. 128–142, hér bls. 129–130. – (Sjá:
Philippe Ariès, Western Attitudes Toward Death: From the Middle Ages to the Present,
Þýtt úr frönsku af P.M. Ranum, London: narion Boyars, 1974, bls. 7–12, 37–39,
50–52, 59–68, 85–92 og víðar.)
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI