Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 35
34
barnadauði viðvarandi og lítil sem engin læknishjálp til staðar. Auk þess
var dauði af slysförum afar algengur, t.d. drukknanir. Trúarvitund hafði
líka áhrif. Allir þessir þættir mótuðu viðhorf fólks til dauðans.3
Sjálfsvíg, lög og siðir
Í frumkristni var viðhorfið til sjálfsvíga ekki einhlítt. Biblían er þögul um
sjálfsvíg (þ.e. um verknaðinn sjálfan) þó að greint sé frá tilvikum þar sem
ævi manna lauk með þeim hætti. Um sjálfsvíg er fjallað í Biblíunni sem
hver önnur dauðsföll. Tilvikin eru fá og eiga það sammerkt að vera tilkom-
in vegna yfirvofandi eða orðinnar niðurlægingar einstaklings sem valdi
dauðann fremur en að lifa í skömm. Guðrún Eggertsdóttir segir að hvergi
í Biblíunni komi fram að minning þeirra sem styttu sér aldur hafi orðið að
þola vansæmd. Þvert á móti sé greftrun sjálfsvegenda með hefðbundnum
hætti. Því virðist ekki hafa verið litið á sjálfsvíg sem synd. Verknaðurinn
sem slíkur er ekki fordæmdur.4
Það breyttist með tilkomu Ágústínusar kirkjuföður (354–430 e.Kr.).
Í kjölfar hans varð mikil og varanleg breyting á viðhorfum til sjálfsvíga.
Ágústínus lagði út af fimmta boðorðinu (Þú skalt ekki mann deyða) og
heimfærði það á sjálfsvíg. Að svipta sjálfan sig lífi væri synd gegn Guði.
Með skrifum sínum setti Ágústínus sjálfsvegendur á bás með morðingjum
því fimmta boðorðið fyrirbyði mönnum að taka mannslíf. Einnig sitt eigið.
Í þessu var nokkur tvískinnungur fólginn því að á sama tíma og Ágústínus
var uppi voru meðal helstu dýrlinga kristninnar menn sem höfðu dáið
píslar vættisdauða, m.a. með því að stytta sér aldur. Því urðu sumir að
dýrlingum en aðrir að glæpamönnum fyrir sama verknað.
Guðrún Eggertsdóttir lýsir viðhorfum fleiri kirkjuleiðtoga til sjálfsvíga.
Hún segir Tómas Aquinas (1225–1274) sammála Ágústínusi um að sjálfs-
víg væru synd gegn Guði en hann hafi bætt um betur og kallað þau eina
vítaverðustu synd kristinnar trúar. Sjálfsvíg væru synd gegn náttúrunni og
samfélaginu. Guð hefði skapað lífið og hann einn réði því. Sá sem tæki
3 Gunnar Þór Bjarnason, „„En þegar dauðinn kemur svo sem ein voldug hetja.“ Um
viðhorf til dauðans á síðari öldum“, Ný saga. Tímarit Sögufélags, 1/1987, bls. 30–41,
hér bls. 30–32.
4 Guðrún Eggertsdóttir, Sjálfsvíg! ... hvað svo? Sálgæsla eftir sjálfsvíg, Hafnarfjörður:
Muninn bókaútgáfa, Íslendingasagnaútgáfan, 1997, bls. 25–29. Guðrún greinir
í kaflanum „Biblían og sjálfsvíg“ (sem hér er vísað til) frá sjálfsvígum sem koma
fyrir í Gamla testamentinu og tildrögum þeirra. Hún ræðir hvert tilvik og vísar til
þess hvar í Biblíunni er greint frá þeim. Í umfjöllun sinni styðst Guðrún einnig við
bókina After the Storm eftir G. Loyd Carr sem kom út árið 1990.
HRAfnkell láRuSSon