Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 40
39
gildandi lög og reglur og er texti bókarinnar frá árinu 1826 um greftrun
framliðinna t.a.m. í samræmi við IX. kafla „Danmarks og norges Kirke-
Ritual“ frá 25. júlí 1685.19 Því virðast siðir varðandi greftrun hafa haldist
næsta óbreyttir á þessu tímabili.
Árið 1863 kom út Íslenskur kirkjuréttur eftir Jón Pétursson (1812–1896)
yfirdómara og síðar dómstjóra í landsyfirdómi. Það rit er samantekt á þeim
lagaákvæðum sem þá giltu um kirkjuna og starfsemi hennar og var því
ætlað að nýtast við kennslu.20 Engin heimildaskrá er í ritinu en höfundur
tíundar heimildir sínar í meginmáli. Af því má ráða að ákvæði Kristniréttar
hins nýja og laga Kristjáns fimmta voru enn gildandi lagabókstafur þegar
kom að greftrun sjálfsvegenda.
Jón Pétursson gerir grein fyrir tveimur tegundum greftrana sem
almennt séu viðhafðar. Annars vegar svokölluð heiðarleg greftrun. Hún var
ýmist hátíðleg; með söng, hringingum, líkfylgd og líkræðu; eða í kyrrþey.
Hins vegar var svokölluð óheiðarleg greftrun. Hún var framkvæmd þegar
þeir voru grafnir sem einhverra hluta vegna fengu ekki leg í kirkjugarði.
Jón segir að samkvæmt Kristnirétti hinum nýja hafi ekki átt að grafa saka-
menn í kirkjugarði en það var þó jafnan raunin með aðra en þjófa og
morðingja. En ættu sjálfsvegendur að fá leg í kirkjugarði þurfti leyfi amt-
manns eða viðkomandi sýslumanns. Það leyfi mátti samkvæmt lögum ekki
veita nema ástæða væri
til að efast um, að maðurinn hafi verið með öllum mjalla, er hann
fargaði sér, og á það að vera þannig lagað, að grafa megi sjálfsmorð-
ingjann í kirkjugarði, en á afviknum stað, og án þess að prestur kasti
moldum á hann, þó má leyfið og hljóða þannig, ef sérleg atvik mæla
með því, að grafa megi í kirkjugarði, og presturinn kasta moldum á
hann, en þó í kyrrþey; en jarðarförin má samt aldrei framfara með
söngum, hljóðfæraslætti né hringingum, og presturinn enga líkræðu
halda, og engin hátíðleg líkfylgd eiga sér stað.21
eyjarklaustur: 1826; Handbók presta. Innihaldandi guðspjöll og pistla, með tilheyrandi
kollektum og bænum, sem í Íslands kirkjum lesast árið um kring á sunnu- og helgidögum,
svo fylgir einnig vegleiðsla um barnaskírn, hjónavígslu, vitjun sjúkra og greptrun fram-
liðinna, m.fl., Reykjavík: Einar Þórðarson, 1852.
19 Lovsamling for Island, 1. bindi (1096–1720), Kaupmannahöfn: Andr. Fred. Höst,
1853, bls. 451.
20 Jón Pétursson, Íslenzkur kirkjuréttur, Reykjavík: [án útgefanda], 1863, bls. III.
21 Sama heimild, bls. 130–131.
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI