Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 42
41
og fyrir hinum sársaukafulla aðskilnaði frá jarðvistinni sem dauðinn
markaði.25
Rík tilfinning fyrir sálinni og útbreidd og sterk draugatrú voru rótgróin
í íslenska þjóðtrú. Því var trúað að allir gætu gengið aftur. Fastar venjur
í umgengi við dauðvona fólk og lík sló á ótta um að viðkomandi gengi
aftur og jók þannig vonir um að sál hans yrði hólpin.26 Auðmýkt gagnvart
óumflýjanlegum dauða var álitin nauðsyn. Afturgöngutrúin var sterk, þrátt
fyrir kenningar kirkjunnar um lausn sálar og líkama.27 Skyndileg dauðs-
föll vegna slysa eða sjálfsvíga, þar sem hinn látni gat ekki eða vildi ekki
iðrast, hafa því verið til þess fallin að auka ótta um að þeir einstaklingar
sem þannig létu lífið gengju aftur og sæktu að eftirlifendum.
Forlagatrú var haldreipi margra á tímum sínálægs dauða, sem reglulega
hjó skörð í hóp nánustu ættingja. Hún er ákveðinn varnarháttur og með
vísan í hana mátti skýra hátt hlutfall dauðsfalla vegna slysa og sjúkdóma
með vilja Guðs.28 En var forlagatrúin það sterk að hún næði yfir sjálfs-
vegendur, þ.e. að þeirra örlög væru líka vilji Guðs? nei, þeir virðast hafa
verið undantekningin. Að viðbættum ástvinamissi þurftu aðstandendur
sjálfsvegenda að búa við vitneskjuna um að hinn látni væri útskúfaður úr
Guðsríki. Kirkjan veitti enga huggun og lík sjálfsvegandans var jafnvel
vanvirt. Í bók sinni Sjálfsvíg ... Hvað svo? segir Guðrún Eggertsdóttir:
Ýmis lagaákvæði gegn þeim sem fyrirfóru sér og fjölskyldum þeirra
höfðu komist á í aldanna rás og juku á sorg eftirlifenda, þeir urðu
fyrir barðinu á ómannúðlegum siðum samfélagsins, útskúfun og
stimplun. öldum saman var sjálfsvígi mætt með þungum og ströng-
um refsingum. Allar eignir fórnarlambsins voru gerðar upptækar til
ríkisins. Eftirlifandi fjölskylda var skilin eftir heimilis- og bjargar-
laus.29
Eignaupptakan hefur vegið þungt. Ekki aðeins hafði ástvinur framið
verknað sem samfélagið fordæmdi heldur var fjárhagslegi skaðinn sem af
hlaust líklegur til að leiða aðstandendur út í að verða upp á aðra komnir og
jafnvel neyða þá á vergang sem jók enn á vansæmd þeirra og vanlíðan.
25 Loftur Guttormsson, Kristni á Íslandi, 3. bindi, bls. 280.
26 Jónas Jónasson, Íslenzkir þjóðhættir, bls. 419–422.
27 Loftur Guttormsson, Kristni á Íslandi, 3. bindi, bls. 283.
28 Sama heimild, bls. 284; Sigurður Gylfi Magnússon, „„Dauðinn er lækur, en lífið
er strá““, bls. 129 og 131.
29 Guðrún Eggertsdóttir, Sjálfsvíg! ... hvað svo? bls. 36.
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI