Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 44
43
ósamkynja frásögnum, einskonar ruslakista, þar sem öllu ægir saman ...“ 32
og endurtekningar séu tíðar.
Þessu til viðbótar eru svo annálar sem virðast, að dómi Hannesar
Þorsteinssonar, vera ritaðir í persónulegum tilgangi. Í því sambandi bendir
hann á Annál Páls Vídalíns. Hann er stuttur og spannar aðeins um áratug
(árin 1700–1709). Um efnistök hans segir Hannes að þó höfundur tali
um sjálfan sig í þriðju persónu sé augljóst hver hann sé enda bæði greint
frá hugsunum hans og einkamálum sem öðrum hafi vart verið kunnugt
um. Annállinn þjóni þeim tilgangi helst að vera varnarrit fyrir Pál Vídalín
sjálfan „til að réttlæta og verja afskipti hans af ýmsum málum“33 og sé því
varasöm heimild.
Af þessu má sjá að margt ber að varast varðandi notkun annála sem
heimilda og skyldi vitnisburður þeirra lesinn með tilliti til uppruna þeirra,
samhengis og þeirra heimilda sem stuðst er við. Þetta raskar þó ekki gildi
þeirra fyrir þessa rannsókn þar sem hér er áherslan meir á hvað taldist vert
að skrásetja fremur en á nákvæmni skráningarinnar.
Framsetning
niðurstöður rannsóknarinnar verða reifaðar út frá tvennum forsendum.
Annars vegar út frá öllum skráðum sjálfsvígum á 17. og 18. öld (alls 263),
óháð því að sum eru tiltekin í fleiri en einum annál. Hins vegar út frá raun-
fjölda skráðra tilvika (alls 152) þar sem hvert sjálfsvíg er aðeins talið einu
sinni. Ekki létust allir sem í úrtakinu eru enda sjálfsvígstilraunir teknar
með (örfá tilvik). Sama gildir um fáeina einstaklinga sem vafi leikur á að
hafi stytt sér aldur. Samtals eru þetta þrettán tilvik, þar af sex tilvik þar sem
um var að ræða tilraun til sjálfsvígs og sjö til viðbótar þar sem vafi lék á að
um sjálfsvíg væri að ræða.
Alls eru 266 sjálfsvíg (eða sjálfsvígstilraunir) skráð í annálunum. Aðeins
sex annálar, af þeim 36 sem prentaðir eru í Annálum 1400–1800, nefna
ekki sjálfsvíg.34 Í hinum 30 annálunum er getið a.m.k. eins sjálfsvígs, en
32 „Fitjaannáll 1400–1712“, Annálar 1400–1800, 2. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1927–1932, bls. 1–385, hér bls. 5.
33 „Annáll Páls Vídalíns 1700–1709“, Annálar 1400–1800, 1. bindi, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1922–1927, bls. 667–730, hér bls. 668.
34 „nýi annáll 1393–1430“, Annálar 1400–1800, 1. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1922–1927, bls. 1–27; „Annáll Páls Vídalíns 1700–1709“, bls.
667–730; „Annálsgreinar frá Holti (1673–1705)“, Annálar 1400–1800, 3. bindi,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1933–1938, bls. 162–178; „Annálsgreinar
Árna á Hóli (1632–1695)“, Annálar 1400–1800, 3. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI