Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 45
44
þó er algengast að sagt sé frá nokkrum tilvikum (að jafnaði sex til tólf).
Sumir annálaritarar voru áberandi ötulli við að skrá sjálfsvíg en aðrir. Flest
eru tilgreind í Fitjaannál (29), Setbergsannál (25) og Grímsstaðaannál (23).35
Annálarnir eru misjafnir, bæði að lengd og uppbyggingu, en fimm þeirra
sex annála sem ekki geta sjálfsvíga eiga það sammerkt að vera stuttir.
Umfjöllun um sjálfsvíg í annálum lýtur hinu knappa formi sem viðhaft
er í þeim flestum og er því líkt og annað efni þeirra jafnan fremur stutt-
ort. Af 263 skráðum sjálfsvígum frá 17. og 18. öld eru aðeins 87 sem fá
umfjöllun sem er meira en tvær línur að lengd. Aðeins tíu tilvik fá tíu línur
eða meira í umfjöllun. Lengst er frásögn Íslands Árbókar af örlögum Jóns
Eiríkssonar konferensráðs. Sú umfjöllun teygir sig á þrjár blaðsíður og er
alls 60 línur.36
Þegar greint er frá því í stuttu máli (ein til tvær línur) að manneskja
hafi svipt sig lífi inniheldur slík frásögn afar takmarkaðar upplýsingar.
Algengastar þeirra eru: kyn sjálfsveganda, í hvaða landshluta hann bjó
(stundum líka sveit eða hérað) og hvaða aðferð hann notaði við verkn-
aðinn. Ágætt dæmi um slíka stutta færslu er í Fitjaannál. Þar segir: „Maður
hengdi sig í önundarfirði.“37 Í stuttum færslum fylgir líka á stundum nafn
þess sem stytti sér aldur og nafn þess bæjar sem hann var frá. Í lengri
færslum verða upplýsingarnar fyllri, eins og gefur að skilja. Allt það sem
kemur fram í stuttu færslunum er þar jafnan að finna en að auki er oft
greint frá aðdraganda sjálfsvígsins og reynt um leið að varpa ljósi á ástæður
þess. Í allra lengstu færslunum má svo sjá frásagnir af lífshlaupi sjálfsveg-
andans sem og lýsingar á sálarástandi hans.
Elsta skrásetta sjálfsvígið í annálunum er frá árinu 1586 en það fellur
utan tímabils þessarar rannsóknar. Það er hið eina sem getið eru um frá
16. öld (sagt er frá því í þremur annálum) en ekki er getið um neitt sjálfs-
víg frá 15. öld. Enginn umræddra annála geymir því frásögn af sjálfsvígi
sem átti sér stað fyrir siðaskiptin um 1550, þó svo að nokkrir annálar teygi
bókmenntafélag, 1933–1938, bls. 421–435; „Þingmúlaannáll 1663–1729“, Annálar
1400–1800, 5. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1955–1988, bls.
248–270; „Fréttakaflar úr bréfum séra Guðlaugs Sveinssonar“, Annálar 1400–1800,
5. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1955–1988, bls. 451–460.
35 „Fitjaannáll 1400–1712“, bls. 1–385; „Setbergsannáll 1202–1713“, Annálar 1400–
1800, 4. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1940–1948, bls. 1–215;
„Grímsstaðaannáll 1670–1764“, Annálar 1400–1800, 3. bindi, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1933–1938, bls. 435–657.
36 „Íslands árbók 1740–1781“, bls. 112–113.
37 „Fitjaannáll 1400–1712“, bls. 356.
HRAfnkell láRuSSon