Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 46
45
tímaás sinn aftur á 15. öld. Þau 263 sjálfsvíg frá 17. og 18. öld sem frá er
greint í annálunum skiptast þannig á þessar tvær aldir að 118 tilvik eru frá
17. öld, og 145 frá 18. öld. Af þessum tilvikum er sagt frá 188 sjálfsvígum
karla og 73 sjálfsvígum kvenna. Í tveimur tilvikum er kyn ekki tilgreint.
Hlutfall kynjanna af skráðum sjálfsvígum í annálunum er því 2,6 karlar á
móti hverri einni konu.
nöfn sjálfsvegenda koma fram í alls 82 tilvikum (25 á 17. öld og 57 á
18. öld). Algengast er þegar nöfn sjálfsvegenda eru tilgreind að þá komi
fram fullt nafn viðkomandi einstaklings. Þetta á við um 61 tilvik. Hlutfall
milli karla og kvenna er svipað milli aldanna en af 82 nafngreindum ein-
staklingum eru aðeins 18 konur.
Alls er minnst á ástæður sjálfsvíga í 71 skráðu tilviki: 20 frá 17. öld og 51
frá 18. öld. Uppgefnar ástæður sjálfsvíga eru hér flokkaðar í sex flokka sem
eru: geðveiki, vond freistni (Satans), fátækt/bágindi, missir/sorg, skömm/
refsing og annað.
Einhverskonar geðveiki er algengasta ástæðan sem annálaritarar gefa
fyrir sjálfsvígum fólks á 18. öld. Helmingur skráðra sjálfsvíga á þeirri öld
(25 tilvik), sem tilgreind er ástæða fyrir, er sagður hafa orðið vegna geðveiki
sjálfsvegandans. Hafa verður í huga að hér er um að ræða skrásett sjálfsvíg
og því ber að geta þess að af umræddum tilvikum er sjálfsvíg nikulásar
Magnússonar sýslumanns, sem drekkti sér á Þingvöllum árið 1742, til-
greint í fjórum annálum38 og tvö önnur sjálfsvíg í tveimur. Hér er því um
að ræða alls 20 sjálfsvíg. Það breytir ekki því að þessi flokkur er afgerandi
stærstur eftir sem áður. Ástæður annarra skráðra tilvika um sjálfsvíg á 18.
öld eru eftirfarandi (fjöldi tilvika tiltekinn innan sviga): vond freistni (1),
fátækt/bágindi (8), missir/sorg (4), skömm/refsing (7) og annað (6).
Undir flokkinn „Annað“ eru sett tilvik sem ekki pössuðu neinum
hinna flokkanna. Hér eru skrásett sjálfsvíg sem kona framdi, að sögn ann-
ála, vegna ásóknar látins eiginmanns (tvítekið).39 Í öðru tilviki er maður
sagður hafa synt á haf út og treyst á að galdrablöð í vasa hans myndu
38 „Hrafnagilsannáll 1717–1754“, Annálar 1400–1800, 4. bindi, Reykjavík: Hið ís-
lenzka bókmenntafélag, 1940–1948, bls. 638–687, hér bls. 672; „Íslands árbók
1740–1781“, Annálar 1400–1800, 5. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1955–1988, bls. 1–112, hér bls. 9; „Úr Djáknaannálum 1731–1794“, Annálar
1400–1800, 6. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1987, bls. 1–330, hér
bls. 54; „Sauðlauksdalsannáll 1400–1778“, Annálar 1400–1800, 6. bindi, Reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1987, bls. 333–482, hér bls. 423.
39 „Grímsstaðaannáll 1670–1764“, bls. 543; „Setbergsannáll 1202–1713“, bls. 207.
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI