Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 47
46
vernda hann.40 Þriðja tilvikið getur deilu manna á milli sem ástæðu sjálfs-
vígs (tvítekið).41 Að síðustu er tilvik þar sem sérstaklega er tilgreint að
ástæða sjálfsvígsins sé óljós.42
Ástæður sjálfsvíga á 17. öld eru mun sjaldnar skráðar eða í einungis
20 tilvikum. Þar eru áberandi flest tilvik (alls 12) sem falla undir flokkinn
skömm/refsing. En hér er ekki allt sem sýnist. Bak við þessi 12 skráðu
tilvik eru sex sjálfsvíg. Eitt þeirra, sem átti sér stað árið 1671, er tilgreint í
sjö annálum.43 Tvö tilvik sem falla undir þennan flokk á 18. öld eru tvítek-
in.44 Jafnan var sú skömm sem rak fólk til að fyrirfara sér tilkomin vegna
nýyfirstaðinnar eða yfirvofandi refsingar, oftast vegna þjófnaða. Ástæður
annarra skráðra tilvika um sjálfsvíg á 17. öld eru eftirfarandi (fjöldi tilvika
tiltekinn innan sviga): geðveiki (2), vond freistni (4), fátækt/bágindi (0),
missir/sorg (2) og annað (0).
Athyglisverður munur er á flokkunum „Geðveiki“ og „Vond freistni“
milli aldanna tveggja. Leiða má líkur að því að þau sjálfsvíg sem skrifuð
voru á reikning vondrar freistni á 17. öld hafi í raun verið vegna geðsjúk-
dóma. Skrattinn og árar hans hafi hins vegar verið trúverðugir blóraböggl-
ar t.a.m. þegar galdrafárið reið yfir. Það vekur líka athygli að enginn skuli
vera nefndur til sögunnar á 17. öld sem hafi fyrirfarið sér vegna fátæktar
40 „Hrafnagilsannáll 1717–1754“, bls. 651.
41 „Hrafnagilsannáll 1717–1754“, bls. 659; „Grímsstaðaannáll 1670–1764“, bls.
563.
42 „Ketilsstaðaannáll 1742–1784“, Annálar 1400–1800, 4. bindi, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1940–1948, bls. 389–462, hér bls. 429.
43 „Fitjaannáll 1400–1712“, bls. 227; „Kjósarannáll 1471–1687“, Annálar 1400–1800,
2. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1927–1932, bls. 412–479, hér
bls. 451; „Hestsannáll 1665–1718“, Annálar 1400–1800, 2. bindi, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1927–1932, bls. 480–570, hér bls. 500; „Vatnsfjarð-
arannáll hinn yngri 1414–1672“, Annálar 1400–1800, 3. bindi, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1933–1938, bls. 88–161, hér bls. 157–158; „Eyrarannáll
1551–1703“, Annálar 1400–1800, 3. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1933–1938, bls. 225–420, hér bls. 289; „Setbergsannáll 1202–1713“, bls.
112; „Desjamýrarannáll 1495–1766“, Annálar 1400–1800, 5. bindi, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1955–1988, bls. 271–296, hér bls. 278 (er þar sett undir
árið 1669 en er leiðrétt í n.m.gr.).
44 Vinnumaður sem kennt hafði verið barn „að meinalausu“ drekkti sér á Tjörnesi
árið 1726 (Sjá: „Sjávarborgarannáll 1389–1729“, Annálar 1400–1800, 4. bindi,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1940–1948, bls. 216–349, hér bls. 343;
„Hrafnagilsannáll 1717–1754“, bls. 659). Kaupmaður í Skutulsfirði sem vændur
var um að svindla á vigt drekkti sér árið 1728 eða 1729 (Sjá: „Hrafnagilsannáll
1717–1754“, bls. 666; „Hítardalsannáll 1724–1734“, Annálar 1400–1800, 2. bindi,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1927–1932, bls. 571–670, hér bls. 620).
HRAfnkell láRuSSon