Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 48
47
sinnar eða annarra báginda. Átta sinnum er þetta tilgreind ástæða á 18.
öld, en þar af eru tvö tilvik tvítekin. Að tilgreind ástæða fyrir sjálfsvígi sé
missir eða sorg telur álíka mörg tilvik á hvorri öld. Ein tvítekning er á 18.
öld. Missirinn/sorgin er ekki alltaf vegna ástvina, t.d. fyrirfóru tveir karlar
sér á 18. öld eftir að hafa misst bústofn sinn.45 Konur eru þriðjungur þeirra
sem ástæða er tilgreind fyrir sjálfsvígi hjá, alls 23 af 71 sjálfsveganda (sex
konur á 17. öld og 17 konur á 18. öld).
Ekki er hægt að meta með vissu hverjar af tilgreindum ástæðum eru
settar fram samkvæmt heimildum eða vitnisburði og hverjar er tilkomn-
ar vegna ályktana annálaritara. Hvað sem því líður er ekki hægt að líta
framhjá því að geðveiki var (með réttu eða röngu) talin ástæða stærsta
hluta tilgreindra sjálfsvíga.
Greftranir
Aðeins er getið um greftrun sjálfsveganda í 12 af 152 tilvikum raunfjölda
sjálfsvíga í annálunum (fjögur á 17. öld og átta á 18. öld). Þetta gera ein-
ungis tæp 8% tilvika. Af þessum fáu tilvikum er ekki hægt að greina skýra
reglu á því hverjir grafnir voru innan garðs og hverjir utan. Helst virðist
mega ætla að viðhorf yfirvalda á hverjum stað hafi ráðið mestu um hvort
fólk var grafið innan kirkjugarðs eða utan. Fólk sem annálar staðhæfa að
hafi verið veikt á geði er jarðað utan garðs46 en aðrir sem ekki er tilgreint
að hafi verið geðveikir hljóta leg í kirkjugarði.47
Annar tveggja þekktra einstaklinga, sem hér um ræðir, var nikulás
Magnússon sýslumaður sem drekkti sér á Þingvöllum. Hann var eftir and-
45 „Hrafnagilsannáll 1717–1754“, bls. 671; „Grímsstaðaannáll 1670–1764“, bls.
583.
46 „Húnvetnskur annáll 1753–1776“, Annálar 1400–1800, 4. bindi, Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1940–1948, bls. 604–637, hér bls. 625; „Sjávarborgarann-
áll 1389–1729“, bls. 304.
47 „Grímsstaðaannáll 1670–1764“, bls. 563; „Sjávarborgarannáll 1389–1729“, bls.
257. Í báðum þessum tilvikum er um að ræða konur. Grímsstaðaannáll greinir frá
greftrun húsfreyjunnar á Arnarstapa sem fyrirfór sér árið 1725 í framhaldi af deilu
sem hún átti í. Ekki er tekið fram að hún hafi verið geðveik en þó var hún jarðsett
í Laugabrekkukirkjugarði. Ári áður hafði í þeim sama kirkjugarði verið jarðsett
kona sem framdi sjálfsvíg, en sú var sögð hafa verið geðveik (Sjá: Grímsstaðaann-
áll 1670–1764, bls. 561). Tilvikið sem Sjávarborgarannáll greinir frá er dálítið
sérstætt. Þar er um að ræða sjálfsvíg konu í Stærri Ársskógssókn, en ekki er þess
getið að hún hafi verið veik á geði. Ástæðan sem gefin er í Sjávarborgarannál fyrir
vali á legstað er að „greftran hennar [hafi verið gerð] innan garðs sökum hennar
sorgfullu dóttur“. Í þessu tilviki virðast yfirvöld hafa tekið tillit til aðstandenda við
val á legstað.
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI