Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 49
48
látið færður í kirkju og grafinn í kirkjugarðinum á Þingvöllum. Ákveðinnar
hneykslunar virðist gæta hjá einum annálsritara vegna greftrunarstað-
arins, en hann segir: „[nikulás] var samt grafinn í kirkjugarði og erfður á
erfingjum.“48 orðið „samt“ skiptir hér máli því notkun þess bendir til að
annálsritari telji þessa breytni óeðlilega og ganga í berhögg við viðteknar
venjur, sem er sérstætt í ljósi þess að flestir þeir annálar sem fjalla um
sjálfsvíg nikulásar tiltaka að hann hafi verið veikur á geði.
Hinn þekkti einstaklingurinn sem um ræðir var Jón Eiríksson konferens-
ráð sem lést árið 1787 eftir að hafa stokkið fram af brú í Kaupmannahöfn og
látist vegna höfuðáverka sem hann hlaut í fallinu. Um greftrun hans segir:
„Hann var grafinn heiðurlega í Vorfrúarkirkju [í Kaupmannahöfn].“49 Jón
fékk því ekki aðeins leg í vígðri mold heldur einnig viðhafnarútför. Það
er athyglisvert að sá annálsritari sem greinir frá greftrun Jóns Eiríkssonar
kinokar sér við að nefna það að hann hafi svipt sig lífi. Því er hins vegar
haldið ákveðið fram í öðrum annálum og er þunglyndi Jóns tilgreint sem
ástæða sjálfsvígsins í einum þeirra.50
Af vitnisburði annála sem tilgreina greftrunarstað hinna tíu sjálfsveg-
endanna, annarra en nikulásar Magnússonar og Jóns Eiríkssonar, má ráða
að það fólk er bæði grafið innan eða utan kirkjugarðs. Þeir sem enduðu
utan garðs eru ýmist jarðaðir í námunda við kirkjugarð eða dysjaðir þar
sem þeir fundust látnir.51 Lík konu sem fyrirfór sér árið 1787 (og hefur
líklega verið dysjuð á víðavangi) var vanvirt af karlmanni sem hún hafði
haft í heitingum við fyrir dauða sinn. Hann hjó af henni höfuðið og setti
við þjóinn, en samkvæmt þjóðtrúnni átti slík meðferð á líki að fyrirbyggja
að hinn látni gengi aftur. Karlinn var síðar dæmdur til tugthússvistar fyrir
að vanvirða líkið en upp komst um athæfi hans þegar lík konunnar var
grafið upp að skipan sýslumanns.52 Þó að þjóðtrúin væri sterk eru þó ekki
48 „Úr Djáknaannálum 1731–1794“, bls. 54.
49 „Úr Djáknaannálum 1731–1794“, bls. 296.
50 „Íslands árbók 1740–1781“, bls. 112–113.
51 Alls er um að ræða sjö einstaklinga. Um tvo þeirra er tekið fram að þeir hafi verið
jarðaðir við kirkjugarð en þó utan hans. Annar lést í Húnavatnssýslu árið 1772 en
hinn á Snæfellsnesi árið 1702 (Sjá: „Grímsstaðaannáll 1670–1764“, bls. 520; „Hún-
vetnskur annáll 1753–1776“, bls. 625). Um hin fimm (tvo karla og þrjár konur) er
ýmist sagt að þau hafi verið dysjuð (og þá nálægt þeim stað sem þau fundust) eða
verið grafin utangarðs, án þess að tilgreint sé hvar (Sjá: „Fitjaannáll 1400–1712“,
bls. 168; „Kjósarannáll 1471–1687“, bls. 432; „Sjávarborgarannáll 1389–1729“,
bls. 304 og 343; „Grímsstaðaannáll 1670–1764“, bls. 474; „Úr Djáknaannálum
1731–1794“, bls. 294).
52 „Úr Djáknaannálum 1731–1794“, bls. 294.
HRAfnkell láRuSSon