Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 52
51
að fleiri en þrír annálar greini frá sama sjálfsvíginu. Tvö sjálfsvíg skera sig
þó úr hvað þetta varðar. Sjálfsvíg nikulásar Magnússonar sýslumanns árið
1742 og sjálfsvíg manns á Austfjörðum árið 1671. Sá síðarnefndi fyrirfór
sér eftir að hafa gerst sekur um kynferðisbrot gegn dóttur sinni og virðist
sem mál þeirra hafi vakið mikla athygli.53 Það kann að skýra hvers vegna
þessi sjálfsvíg rata inn í svo marga annála að bæði snerta þau störf Alþingis
á Þingvöllum. nikulás fyrirfór sér á Þingvöllum meðan Alþingi stóð og
mál hins mannsins kom til kasta Alþingis. Þessi tvö sjálfsvíg hafa því spurst
víða enda menn af öllu landinu á Alþingi.
III. hluti: Niðurstöður
Þau lög sem giltu um sjálfsvegendur á Íslandi fram til ársins 1870 voru
mörkuð af fordæmingu á sjálfsvígum. Fordæmingu sem átti sér djúpar
rætur í trúarbrögðum og menningu. Frá því að Kristniréttur hinn gamli og
Kristniréttur hinn nýi tóku gildi voru til staðar ákvæði um greftrun sjálfs-
vegenda þar sem meginreglan var að þeir skyldu grafnir utan kirkjugarðs.
Þau fáu tilvik í annálunum sem geta greftrunar sjálfsvegenda benda þó til
að túlkun yfirvalda á aðstæðum á hverjum stað hafi ráðið meiru en bókstaf-
ur laganna um endanlegan legstað. Lögin buðu uppá að sjálfsvegendum
sem sýndu iðrun fyrir dauðann eða áttu við geðsjúkdóma að stríða væri
veitt leg í kirkjugarði. Þessi frávik hafa þó boðið upp á matskennda túlkun
yfirvalda enda erfitt að sanna eða afsanna geðsjúkdóm látins einstaklings.
Sé litið til gildandi laga á 17. og 18. öld er snertu greftrun sjálfsveg-
enda sem og til almennra viðhorfa þess tíma, eins og þau birtast í lýsing-
um á siðum og trúarlífi og í annálunum, virðist sem þeir hlutar kenninga
Philippe Ariès um viðhorf til dauðans þar sem einstaklingurinn verður
miðdepill dauðans (2. stig) og þegar ýmsir siðir í kringum andlátið efl-
53 Um sjálfsvíg nikulásar Magnússonar, aðdraganda þess og eftirmál, fjalla eftirtaldir
annálar: „Hrafnagilsannáll 1717–1754“, bls. 672; „Grímsstaðaannáll 1670–1764“,
bls. 582; „Úr Djáknaannálum 1731–1794“, bls. 54; „Íslands árbók 1740–1781“,
bls. 9; „Sauðlauksdalsannáll 1400–1778“, bls. 423; „ölfusvatnsannáll 1717–1762“,
Annálar 1400–1800, 4. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1940–1948,
bls. 350–388, hér bls. 356; „Annáll Eggerts Ólafssonar 1700–1759“, Annálar
1400–1800, 6. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1987, bls. 485–513,
hér bls. 505. Um sjálfsvíg karlsins sem gerst hafði sekur um kynferðisbrot gagn-
vart dóttur sinni fjalla eftirtaldir annálar: „Desjamýrarannáll 1495–1766“, bls. 278;
„Fitjaannáll 1400–1712“, bls. 227; „Hestsannáll 1665–1718“, bls. 500; „Kjósarann-
áll 1471–1687“, bls. 451; „Vatnsfjarðarannáll hinn yngri 1414–1672“, bls. 157–158;
„Eyrarannáll 1551–1703“, bls. 289; „Setbergsannáll 1202–1713“, bls. 112.
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI