Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 53
52
ast (3. stig) hafi átt við hér á landi á 17. og 18. öld. Hér er m.a. vísað til
þungrar áherslu á iðrun einstaklingsins og að hann stæði einn frammi fyrir
almættinu á dauðastundinni en líka til aðgreiningar á greftrunarsiðum þar
sem það að fá heiðarlega greftrun gat haft áhrif bæði á samfélags- og fjár-
hagsstöðu eftirlifandi skyldmenna.
Dauðastundin var dómsstund einstaklingsins varðandi framtíð hans í
öðrum heimi. Að hafa tíma til að biðja Guð um lausn frá syndum sínum
var því bráðnauðsynlegt. Dauðastríð fólks og meðferð líkama þess eftir
dauðann féll með tímanum í skipulagt form venja. Þó varð hinn dauðvona/
látni sífellt miðlægari.
Leiða má líkur að því að vaxandi einstaklingshyggja, sem birtist í aukn-
ingu persónulegra venja í kringum andlát og greftrun, hafi á endanum náð
að ýta til hliðar forboðum kirkjunnar gagnvart iðrunarlausum dauða sjálfs-
vegenda. Ást fólks á sínum nánustu varð þá guðsóttanum yfirsterkari.
Með hliðsjón af lögum og kristnum kenningum voru sjálfsvíg opinber-
lega fordæmd og almennt álitið að þeir sem þannig enduðu líf sitt færu
fjandans til eftir dauðann, þar eð þeir brytu gegn vilja Guðs. Við þetta
vaknar ákveðin spurning: Hvers vegna skrásettu íslenskir annálaritarar
upplýsingar um sjálfsvíg? Flestir þeir sem skráðu annála voru ýmist hærra
settir í íslensku samfélagi (t.d. sýslumenn eða prestar) eða störfuðu undir
handarjaðri háttsettra manna, ýmist úr stétt veraldlegra eða andlegra emb-
ættismanna. Þetta voru þær stéttir sem ætla mætti að stæðu næst lögunum,
þ.e. þeir menn sem áttu mesta möguleika að móta lögin í gegnum túlkanir
þeirra og framkvæmd.
Lögin kváðu á um að sjálfsvegendur væru að ýmsu leyti í sömu stöðu
og glæpamenn, einkum varðandi greftrun. Í annálunum má greina áhuga
á glæpum í því formi að sagt er frá stærri glæpamálum, manndrápum og
stórþjófnuðum. Af mörgum annálunum má líka greina sterkan áhuga skrá-
setjara á örlögum fólks. Um það vitna mörg tilvik þar sem fjallað er um það
efni. Tilkynningar um dauðsföll merkismanna eru fastir liðir í flestum ann-
álunum. Þau falla þó á stundum í skuggann af örlögum almúgamanna sem
fórust með voveiflegum hætti; létust í slysum, urðu úti, drukknuðu, hurfu
sporlaust eða styttu sér aldur. Með þennan áhuga á andlátum og glæpum í
huga er ekki skrítið að fjallað sé um sjálfsvíg í annálunum. Þau sameinuðu
tvennt: Sjálfsvíg voru álitin glæpur og jafnframt voru þau voveiflegur og
dularfullur dauðdagi.
Á tímum þegar dauðinn var sínálægur voru fréttir af honum taldar
HRAfnkell láRuSSon