Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 54
53
meðal þess sem helst væri vert að skrásetja. Það sem fólk hryllti við og var
leyndardómsfullt virðist hafa átt greiðari leið inn í annálana en hversdags-
legir hlutir sem fólk skildi. Sjálfsvíg voru bæði dularfullur og forboðinn
dauði.
Ú T D R Á T T U R
Dularfullur og forboðinn dauði
Sjálfsvíg hafa þekkst í samfélögum manna allt aftur til þess tíma sem elstu rit heimildir
ná til – og líklega mun lengur. Viðhorf til sjálfsvíga hefur þróast og breyst í aldanna
rás og mótast m.a. af trúarbrögðum og lagasetningum. Á sjálfsvígum hvílir dulúð og
þau vekja spurningar en líka sterkar tilfinningar og jafnvel hörð viðbrögð. Á 17. og
18. öld gilti sú almenna regla í íslenskum lögum að sjálfsvegendur skyldi jarða utan
kirkjugarðs og umgengni við líkamsleifar þeirra var önnur en gagnvart þeim sem
létust vegna sjúkdóma, slysa eða annarra orsaka sem töldust eðlilegar. Á sjálfsvígum
hvíldi forboð sem gat haft þungbærar afleiðingar fyrir eftirlifandi skyldmenni sjálfs-
vegenda, bæði samfélagslegar og fjárhagslegar.
Þessi grein skiptist í tvo meginhluta auk niðurstöðukafla. Í fyrri hlutanum er
fjallað um hvernig viðhorf til sjálfsvíga á Íslandi fyrr á öldum birtast í kristnum
kenningum og útleggingum, í þjóðtrú og í þróun laga sem giltu um sjálfvíg. Í síðari
hlutanum er greint frá niðurstöðum rannsóknar á skráðum sjálfsvígum í útgefnum
annálum Hins íslenska bókmenntafélags (Annálar 1400-1800). Fjallað er um fjölda
skráðra sjálfsvíga í annálunum, dreifingu þeirra á 17. og 18. öld, kynjaskiptingu
sjálfsvegenda, greftrun þeirra o.fl. Áherslan er á hvaða atriði annálaritarar lögðu
helst rækt við að skrá viðvíkjandi sjálfsvígum.
Lykilorð: Sagnfræði, sjálfsvíg, annáll, kristni, Ísland
A B S T R A C T
Mysterious and forbidden death
Suicide has been known in human societies since the oldest known manuscripts
were written – and probably much longer. Attitudes towards suicide have evolved
through the centuries and been shaped by religion and legislation. Suicide is
shrouded in mystery and raises questions and triggers strong feelings and responses.
In the 17th and 18th centuries, the general rule in Icelandic law was that those who
committed suicide should not be buried in a graveyard and their remains were
treated differently than of those who died from disease, accidents, or of other
normal causes. Suicide was a taboo and could have serious consequences for the liv-
ing relatives of the deceased, both social and financial.
DULARFULLUR oG FoRBoðInn DAUðI