Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 58
57
tímalausa hugmynd er virðist hafa sprottið fullsköpuð úr höfði listamanns-
ins.3 Áhorfandanum sé ætlað að meðtaka hugmyndina í sjónhendingu, í
ástandi sem Bryson kennir við augnaráðið (e. the gaze).4 Slíkt ástand felur
í sér að líkaminn (málarans jafnt sem áhorfandans) smættast í einn punkt,
makúluna eða díl á nethimnu augans; og þar með sé stund augnaráðsins
staðsett utan við líðandina.5
Augnaráðið felur í sér að leitast er við að læsa áhorfandann innan
vébanda þess boðskapar sem miðlað er í verkinu. Áhorfið á þannig að ger-
ast óháð tíma og rúmi – og áhorfandanum er ekki gefið ráðrúm til „undan-
komu“. En eins og Bryson bendir á, þá lætur sjónskynjunin ekki alltaf að
stjórn og mótleikur hennar felst í augnagotinu ( e. the glance) sem er flökt-
andi og tilviljunarkenndur bragðarefur. Auk þess sé handbragð listamanns-
ins í persónulegum stílbrögðum truflandi og ýti undir flökt augnagotsins.
Áhorfið, og tilurð verksins, mótast þannig af spennu milli festu augnaráðs-
ins og flökts augnagotsins sem hið fyrrnefnda leitast stöðugt við að bæla.
Bælingin tengist afneitun á skírskotun sem felst í hugtakinu deixis, sem
hér verður þýtt sem samhengisvísun.6 Slík vísun tekur til samhengis jafnt
sköpunar sem viðtöku og bendir með sjálfsíhugandi hætti á líkama þess
sem tjáir sig. Bryson segir vestræna frásagnarlega myndlist hafa afneit-
að samhengisvísuninni í viðleitni til að þurrka út líkamann sem vettvang
ímyndarinnar, og þar með vísun í líkama bæði málarans og áhorfandans.7
Afneitunin hefur í för með sér tilraun til að útiloka tíma málunarstarfsins
og áhorfsins – ólíkt því sem gerist í austrænni myndlistarhefð. Í kínverskri
listskrift, eða kalligrafíu, er málað með bleki á silkipappír með sýnilegri
pensiltækni. Þar er myndin byggð upp með pensilförum sem eru rekjanleg
því þau eiga sér stað og stund sem framlenging af líkama málarans.
3 Bryson notar orðið image, eða ímynd (sem tæra hugmynd) í umfjöllun sinni, í merk-
ingunni mynd (e. picture) sem augnaráðið beinist að, fremur en sem málverk sem
tengist virkni augnagotsins, sjá sama rit, bls. 131.
4 Sjá einnig umræðu Brysons um „the gaze“ í útvíkkuðum skilningi; í tengslum við
sálgreiningu, og vestræna og austræna heimspeki. norman Bryson, „The Gaze
in the Expanded Field“, Vision and Visuality, ritstj. Hal Foster, Seattle: Bay Press,
1988, bls. 86–108.
5 Sama rit, bls. 96. Líðandi (e. duration) í meðförum Bryson vísar til la durée, hugtaks
úr heimspeki Henris Bergsons.
6 Í íslenskri málfræðiumræðu hefur enska hugtakið deictic reference verið þýtt sem
bendivísanir.
7 norman Bryson, Vision and Painting, bls. 89.
STAðInn Að VERKI