Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 59
58
Umfjöllun Brysons tekur til málverka fyrri alda og lítið er fjallað um
módernísk verk í bók hans.8 Hins vegar má ljóst vera að samfara höfnun
módernískra listamanna á akademískum reglum í myndlist, þ.m.t. fjar-
víddarreglum, hafi samhengisvísuninni og hinum mörgu sjónarhornum
augnagotsins vaxið ásmegin, eins og vikið verður að hér á eftir. Á hinn
bóginn hefur í vissri túlkun á módernisma, og sérstaklega í túlkun hins
áhrifamikla listgagnrýnanda Clements Greenbergs og fylgismanna hans,
verið horft framhjá samhengisvísuninni í viðleitni til að afneita skírskot-
un til raunveruleikans og einblína á sjálfræði málverka á kostnað þeirrar
merkingar sem tengist tjáningu listamannsins og viðbrögðum við módern-
ískum verkum.
Málverk Jacksons Pollocks frá því um miðja 20. öld varpa ljósi á vand-
ann í skilningi Greenbergs á módernisma. Umsögn Philips Leiders lista-
manns og listgagnrýnanda frá árinu 1970 dregur fram samhengisvísunina
í verkum Pollocks:
Þú gast séð fyrir þér gerð myndarinnar – það voru engin leyndarmál.
Ótrúlegt var hversu mikil orka losnaði úr læðingi með þessari hrein-
skilni, þessum heiðarleika, þessum fullkomna sýnileika ferlisins við
myndgerðina. Annað varðandi Pollock voru óformlegheitin í því
hvernig hann meðhöndlaði myndina eins og hlut. Hann skildi eftir
fingraför um hana alla; slökkti í sígarettum í henni. Hann virtist
segja að listaverkin okkar þyrftu að vera hlutir sem sækja styrk sinn í
beinskeytt viðhorf okkar til þeirra.9
Áhrif frá pensilmeðferð og málunartækni austrænnar kalligrafíu eru aug-
ljós í verkum Pollocks og annarra málara sem kenndir hafa verið við
bandarískan afstrakt-expressjónisma eða skyldar stefnur í Evrópu, svo sem
„art informel“ og tassisma.10 Áhrifarík útfærslan og yfirþyrmandi stærð
8 Sama rit, bls. 92–93. Í umræðu um möguleika samhengisvísunar í spunakenndri
málaratækni Pablos Picassos kemst Bryson að þeirri niðurstöðu að einnig þar sé
„saga“ málunarferlisins falin. Yfirborð verka hans gefi vissulega til kynna vinnu
málarans en að engin leið sé að rekja hana.
9 Philip Leider, „Literalism and Abstraction: Frank Stella‘s Retrospective at the
Modern“, Artforum 8/1970, bls. 44 [mín þýðing].
10 Art informel vísar til afstraktmálunar sem einkennist af „gestural“ eða frjálslegri
málaratækni sem endurspeglar líkamlega hreyfingu, og á við tímabilið frá um
miðjum 5. áratugnum til loka 6. áratugarins, rétt eins og tassismi (f. tachisme), lýrísk
afstraksjón og „matter painting“, eða efnis-málun. nafngiftin afstrakt-expressjón-
AnnA JóHAnnSdóttiR