Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 63
62
og meta hvort þau áhrif sem sköpuð hafa verið á myndfletinum réttlæti
stærð verksins með því að rekja dýnamískt samspil ólíkra lína og pensilfara
(hvernig málningunni var slett, hellt, hún látin drjúpa o.s.frv. á ógrunn-
aðan, láréttan strigann) – og tengja við mismunandi hreyfingar líkamans
(málarans) sem búa að baki slíkum ummerkjum. Áhorfandinn mátar jafn-
framt eigin líkama við umfang verksins og hreyfir sig fjær og nær verkinu
til að meta áhrifin af því. Sú aðferð Pollocks að byggja málverkið á jafnri
dreifingu myndatriða, eða „all-over“, hefur í för með sér að skynjun áhorf-
andans hvarflar um allan myndflötinn en festist hvergi. Þessi virkni tengist
flökti augnagotsins og því má með hliðsjón af skrifum Brysons segja að
í verkum Pollocks sé augljós samhengisvísun til líkama listamannsins og
áhorfandans, og um leið til tíma málunar- og skoðunarferlisins. Draga má
þá ályktun að aðferðir afstrakt-expressjónista eins og Pollocks og annarra
listamanna sem beittu skyldum aðferðum í málverki um miðja síðustu öld,
hafi átt mikilvægan þátt í að opna með afgerandi hætti fyrir samhengisvís-
unum í vestrænni myndlist. Eins og Harrison bendir á, er ekki endilega
auðvelt að finna merkingu í afstraktmyndlist þar sem vísun til þekkjanlegs
veruleika er ógreinileg. Hins vegar hjálpi að öðlast skilning á bygging-
arþáttum verkanna og forsendum sem liggja þeim til grundvallar og skiln-
ing á tækninni sem virkjar þá þætti og stuðlar að áhrifaríkri útkomu.
Með því að beina sjónum sérstaklega að málverkinu sem athafnasvæði,
Mynd 1. Jackson Pollock, Hljómfall haustsins (Númer 30) (Autumn Rhythm
(Number 30)) (1950), enamel á striga, 267 x 526 cm.
Metropolitan Museum of Art, New York.
AnnA JóHAnnSdóttiR