Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 64
63
STAðInn Að VERKI
leitast Harrison við að „endurheimta“ merkingu í módernískum verkum,
skírskotun til raunveruleikans, og leysa verkin úr viðjum þeirrar formal-
ísku túlkunar sem varð ríkjandi um og upp úr miðri síðustu öld og mótað
hefur umræðu um módernisma síðan.
Áhrif og áhrifavald
Áhrifaríkt málverk orkar á viðtakandann á þann hátt að hann nær að lifa
sig inn í það og skynja inntak þess eða tilfinningalegt gildi. Harrison
fjallar um áhrif málverka í tengslum við landslagsmálun í greininni „The
Effects of Landscape“.20 Áhrifin eru fólgin í málunaraðferðinni: aukinn
sýnileiki pensiltækninnar og rekjanleiki málunaraðferðarinnar til tíma
og rúms listamannsins í nútímamálverki fer saman við tilhneigingu til að
áskilja yfirborði málverksins, þ.e. hinum maleríska veruleika, visst sjálf-
stæði gagnvart frásagnarlegum eiginleikum mynda og boðskap þeirra.
Harrison lítur til gerjunar í landslagsmálverkum til að varpa ljósi á þessar
hræringar módernismans – vegna þeirra eiginleika landslagsmálverka að
skírskota ávallt með einhverjum hætti til landslagsrýmis, eða þess nátt-
úrurýmis sem líkami málarans á hlutdeild í. Harrison beinir sjónum að
sérstökum þætti landslagsmálverka í þeirri aðgreiningu milli „valds mynd-
gervingar“ og „myndgervingar valds“ sem einkennt hefur 20. aldar kenn-
ingar um módernisma (204). Með því að rýna í áhrif af málunaraðferðum
í landslagsverkum tæknilega róttækra listamanna í Frakklandi á 19. öld
– blómaskeiði landslagsmálunar – varpar hann jafnframt ljósi á miðlægni
landslagsmálverksins í þróun módernismans (205). Jafnframt veltir hann
fyrir sér þeirri þversögn að landslagsmálun hafi hnignað á 20. öld samfara
sterkari stöðu módernisma í málverki. Uppgangur landslagsmálunar á 19.
öld sem nútímalegrar greinar (fr. genre) innan málaralistarinnar, fór saman
við áhuga (og möguleika) listamanna á að horfa til náttúrunnar sjálfrar í
stað þess að fylgja myndrænum formúlum og fyrirmælum akademíunnar,
listamennirnir fóru m.ö.o. að líta til raunveruleikans um leið og þeir drógu
í efa viðteknar fagurfræðikenningar.21 Í stað þess að ástunda „mímetíska“
20 Charles Harrison: „The Effects of Landscape“, Landscape and Power, ritstj. W.J.T.
Mitchell, Chicago og London: The University of Chicago Press, 2002 [1994], bls.
203–239. Hér eftir verður blaðsíðutals getið innan sviga í meginmáli þegar vitnað
er í grein Harrisons.
21 Sérstaða impressjónistanna tengist því að þeir ástunduðu málun undir berum himni
(fr. plein air) og drógu empírískan lærdóm af náttúrunni. Útimálun framkallaði í
verkum þeirra tjáningu á skynreynslu af náttúrunni.