Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 70
69
Hinn nútímalegi áhorfandi
Verk Pauls Cézanne varpa ljósi á mikilvæga átakapunkta í þróun kenn-
inga um módernismann. Harrison telur að í kenningum sínum um sjálfs-
gagnrýna virkni módernismans, sem fólst í þróun í átt til hreinleika, hafi
Greenberg staðfest vægi sjálfræðis hinna myndrænu áhrifa (umfram sam-
ræðu við umheiminn). Það hafi jafnframt haft í för með sér að í málverk-
inu væri eingöngu lögð áhersla á áhrif sem lutu að tvívíðum eiginleikum
þess. Þetta hafi, að mati Greenbergs, leitt til þess að horfið var frá fram-
setningu á rými þar sem staðsetja mátti þekkjanlega þrívíða hluti (sem
hafi orðið til þess að fjaraði undan landslagsmálverkinu á 20. öld). Í þessu
samhengi bendir Harrison á að íhugun áhrifa í landslagsmálverkum hljóti
ávallt að fela í sér annars vegar að skoða tæknileg einkenni málverka sem
skírskota til landslagsmótífa og hins vegar að spyrja um dulið inntak er
skýrist ekki af skírskotun til náttúrulegra mótífa og fjarvíddarblekkingar,
þ.e. að skoða virkni sem fólgin er í því hvað málverkið gerir en ekki ein-
ungis hvernig það lítur út. (226) Forsendur afhjúpunar slíks inntaks mál-
verksins (fagurfræðinnar) er að skoðandinn geti tileinkað sér ímyndaða
stöðu áhorfanda þeirrar senu (er skírskotar til landslagsrýmis) sem sett er
fram. Sú staða áhorfandans er byggð inn í málverkið. Hið dulda inntak
tengir Harrison við ósjálfráð ferli sem leiða af sér hin myndrænu áhrif og
tryggja í senn gagnrýnið raunsæi30 verkanna og möguleika á brotthvarfi
„listamannsins-sem-áhorfanda“ í málverkinu (sem ætlar sér tiltekinn hlut).
Það sé í hinum ósjálfráðu áhrifum af líkamlegri nærveru sem endurspegl-
ist viðnám líkamans gegn hugmyndafræðilegri upphafningu, m.ö.o. séu
það forsendur ósjálfráðra áhrifa málverks að forðast eða afneita meðvituðu
áhrifavaldi (227). Verkið Í Chateau Noire-garðinum eftir Cézanne (mynd 2)
varpar ljósi á þessa virkni.
Í verki Cézanne sameinast tilfinning fyrir dýpt, eða dýptarblekkingu
er framkallar landslagsrými, og áhrif ákveðins þéttleika hins málaða yfir-
borðs. Myndbyggingin gerir ráð fyrir ímynduðum áhorfanda sem líkt og
stendur á þröskuldi myndrýmisins – áhorfanda sem hefur vitsmunalegar
forsendur til að lesa birtu og fjarlægð og ná áttum í „landslaginu“. Þá
lýkst upp fyrir áhorfanda málverksins annars konar myndskipulag. Sá sem
ímyndar sér að hann taki sér stöðu áhorfanda senunnar í myndinni stend-
30 Hér vitnar Harrison í umræðu Michaels Frieds um verk Gustaves Courbets í
Courbet’s Realism (Chicago, 1990). Charles Harrison, „The Effects of Landscape“,
bls. 227.
STAðInn Að VERKI