Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 75
74
kveikja í áhorfandanum/lesandanum. Slík greining einskorðast þó ekki við
það að gera grein fyrir sjálfsævisögulegum þáttum eða þjóðfélagsrýminu
sem mótaði tjáningu verkanna, þótt vissulega geti slíkt samhengi vakið
samúð og innlifun áhorfandans; nýleg kvikmynd um Pollock og leikrit um
Mark Rothko eru reyndar áhugaverð dæmi um slíka miðlun módernískra
verka í samtímanum, miðlun þar sem mannlegt samhengi er lesið inn í
fagurfræði verkanna á leikrænan hátt. Ein leið, sem áberandi hefur verið
í sýningarhaldi og safnastarfi undanfarin misseri, er að höfða til áhorf-
andans með því skapa samræðu milli módernískra verka og samtímalista-
manna (eða annarra menningarforma) í þeim tilgangi að opna fyrir nýjar
túlkunarleiðir og draga fram merkingarþætti verkanna sem tengjast ytra
umhverfi.36 Umfjöllun Harrisons er dæmi um hvernig unnt er að draga
slíka merkingarþætti fram úr einstökum módernískum verkum í listfræði-
legum texta. Freistandi er að máta listfræðilega orðræðu við túlkun á mal-
erísku og módernísku verki eftir einhvern af þeim íslensku listamönnum
sem hér eru nefndir. Í því samhengi opnar túlkun listamanns nýjar víddir í
málverkum Svavars Guðnasonar.
Dæmi úr reynslusarpi þeirrar sem þetta ritar getur varpað ljósi á lista-
manninn sem túlkanda annars vegar og listfræðilega túlkandann hins
vegar. Sem ungur listnemi á fyrsta ári í málaradeild Myndlista- og hand-
íðaskólans, uppnumin af málverkinu og sköpunarferlinu, man ég vel hrifn-
inguna sem gagntók mig á yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnasonar
í Listasafni Íslands haustið 1990. Djarfar litasamsetningar, ólgan í pens-
ilskriftinni, hrynjandin í myndbyggingunni, allt orkaði þetta skynrænt á
mig; spennan í verkunum kveikti eins konar dans í mínum „innri“ hreyfi-
viðbrögðum, viðbrögðum sem tengdust eigin reynslu af því að mála og
túlka umhverfið. Í mínum huga var það að mála afstrakt, og að njóta þeirr-
ar reynslu að mála, ekki bundið við „formalisma“, „módernisma“ eða for-
tíð, heldur lifandi samræða við lífið og tilveruna. Spurningin sem ég stend
frammi fyrir nú – og í ljósi listasögunnar – er hvernig ég get fundið þessum
kenndum, er ég fann fyrir þegar ég „stóð“ listamanninn „að verki“, farveg
í listfræðilegri orðræðu.
36 Sjá einnig Anna Jóhannsdóttir: „Listræn stefnumót. Samanburðarsýningar og
samræða við listasöguna“, Spássían vetur 2010, bls. 31–33. Þegar þessi orð eru rituð,
er nýjasta dæmið um slíka samræðu hér á landi hin velheppnaða sýning „ég hef
aldrei séð fígúratíft rafmagn“ í Ásmundarsafni, Sigtúni (18. jan.–27. apríl 2014).
AnnA JóHAnnSdóttiR