Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 76
75
Skörun, reynsla og nautn
Bókin Svavar Guðnason frá 1991 eftir Thor Vilhjálmsson er magnaður
vitnisburður um innlifun í og túlkun á afstraktmyndlist.37 Skynjun Thors
er kvik og býr yfir hreyfiviðbrögðum sem minna um margt á þann ímynd-
aða áhorfanda sem Harrison les inn í verk Pollocks og Cézanne. Þetta eru
skrif listamanns um listamann; skáldlega innblásin skrif um móderníska
listsköpun frá módernískum sjónarhóli. Thor er kunnugt um „sjálfbæran“
fagurfræðilegan veruleika málverkanna og þá merkingu sem býr í hinni
frjálslegu og sjálf-sprottnu38 málaratækni er lýsir sér í sýnileika pensil-
drátta og málunarferlisins, í lausbeislaðri formgerð sem byggir á tjáning-
argildi litarins og í samspili lita, lína og forms. Í túlkun sinni skynjar skáld-
ið einnig óræða, dulda merkingu sem býr handan yfirborðsins og í huga
hans er sú merking sprottin af náttúrureynslu. Thor er raunar einstakt
dæmi um hinn athafnasama og næma áhorfanda sem „mætir“ málaranum
Svavari Guðnasyni á myndfletinum. Hér er sem líkami áhorfandans – mitt
í listreynslunni – samsami sig líkamlegri nærveru listamannsins:
Þegar þú horfir á myndirnar sérðu hvernig málarinn stendur að
verki sínu. Þú stendur við hlið hans og þér finnst þú sjá hvernig það
gerist. Þér finnst þú sjá hvernig hann tekur á penslinum, hvernig
hann gengur nokkur skref afturábak og vaggar svolítið í hreyfingum
og mundar pensilinn og þegar hann kemur að dúknum aftur þá er
einsog þú finnir hvernig hann hefur með pensilstrokunum náð sogi
og þrýstingi, og andar rétt með penslinum, að sér í einni stroku, og
frá sér þétt í annarri ferð með pensilhárin gleiðari og þyngri; eða
kýlir rauðu höggi með gildari kústi og heldur niðri í sér andanum
á meðan til þess að það sé hnitmiðað á sínum stað; nær veðrum og
straumum [...]. Frammi fyrir myndinni finnur þú hvernig sameinast
listamaður og handverksmaður í þessari fágætu einingu (39–40).
37 Thor Vilhjálmsson, Svavar Guðnason. Format – ritröð um myndlist á norður-
löndum, ritstj. Jan Garff, Kaupmannahöfn: Edition Bløndal, 1991.
38 Á dvalarárum sínum í Kaupmannahöfn var Svavar hluti af hópi róttækra lista-
manna sem voru undir áhrifum frá afstraktmyndlist, kenningum um ósjálfráðleika
og dulvitund, um mikilvægi ímyndunaraflsins og frumlægrar tjáningar. Kristín G.
Guðnadóttir segir í formála bókar sinnar um brautryðjandann Svavar, í tengslum
við sýningu hans í Listamannaskálanum 1945: „Íslenskur listamaður var kominn í
fremstu röð framsækinna og nýskapandi listamanna í Evrópu og íslensk myndlist
komin í takt við það sem efst var á baugi í heimslistinni. Abstraktlistin var komin
til að vera“. Kristín G. Guðnadóttir: Svavar Guðnason, Reykjavík: Veröld, 2009.
STAðInn Að VERKI