Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 79
78
svarta krítarþykknið“.44 Skrif Butlers varpa ljósi á þá díalektík sem Charles
Harrison ræðir milli áhrifa og áhrifavalds – auk þess að draga fram nautn
listreynslunnar þegar sveiflast er milli yfirborðs myndflatarins og dýptar
(„viðfangsefnisins“) í módernískum verkum sem einkennast af fjarveru
augljósrar frásagnar. Módernísk myndlist snúist um rof venjubundinna
merkingarkerfa og kalli jafnframt á skynræna endurkóðun á því sem nefnt
hefur verið intensities og lýsir sér í krafti, magni, ákefð eða tilfinningahita
sem kemur fram í áferð verka.45 Í hinum skynræna lestri þurfi áhorfand-
inn að gefa formgerð verka gaum, hvernig hljómfall og innbyrðis dýnamík
þeirra sé háttað, heildarsamræmi verka, hvernig augað er leitt um mynd-
flötinn o.s.frv. Listnautnin sé því fólgin í dýnamísku skilningsferli sem
mótist af reynslu, væntingum, vissri ögrun og því að bera kennsl á hvað
sé að verki í mynd; ferli þar sem skynjun, tilfinningar og hugarstarf hafi
magnandi áhrif og leiði til listnautnar.46 nautnahugtak Butlers lýtur að
skilningi, tilfinningum og ímyndunarafli, og það liggur handan orðanna.
nautnin tengist því hinu órökræna ástandi sem Harrison lítur á sem þátt
í skapandi viðtökum verka, í virku áhorfi sem liggur á mörkum skilnings
og skynjunar. Sveiflan – milli þess að gefa miðlinum (málverkinu) gaum og
ímyndunaraflsins þar sem hluturinn eða formið er endurgert í huganum –
einkennist af listilegu flugi milli myndatriða í málverkinu Gullfjöll (1946;
mynd 4) og ímyndunarafls túlkandans:
og í fláa nokkrum niður undan andlitinu líkt og flæmist kenningu
sviptur klerkur í angurværa uppgjöf sem kann að vera styrkur í skjóli
hins. En upp af skjaldhöfðanum birtist hliðsjón af mæringi lýðs og
leiðtoga, telgdum eða steingerðum á flúðum lita, en hverfist skyndi-
lega í framséða andlitsmynd af laundrjúgu skáldi sem fingrar rímþrota
skegg sitt, meðan bláskeflandi vangasvipur situr sem ofríkisskuggi
skammt frá og víkur ekki fyrir huldumyndum á gulum og brúnum
niðurnjörvuðum loftdreka sem leysast kann í aðrar myndir ...47
44 Sjá umræðu í Anna Jóhannsdóttir, „Þegar snertingin rætist. Thor Vilhjálmsson les
myndheim Svavars Guðnasonar“, Stína. Tímarit um bókmenntir og listir 2/2011, bls.
36–49, hér bls. 46.
45 Christopher Butler, Pleasure and the Arts, bls. 133–137. Butler vísar hér til umræðu
Torbens Grodals (Moving Pictures, bls. 53–54).
46 Sama rit, bls. 133–134.
47 Thor Vilhjálmsson, Svavar Guðnason, bls. 36.
AnnA JóHAnnSdóttiR