Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 82
81
STAðInn Að VERKI
fjarlægð.52 Þess í stað breytist landslag í „umhverfi“ á stöðugri hreyfingu.
niðurnjörvandi augnaráð Brysons er hér víðs fjarri enda kallar reynsla
af ferlum náttúrunnar á kvika hreyfiskynjun og flöktandi augnagot. Hið
myndræna táknkerfi, málverkið, gegnir lykilhlutverki sem skörunarsvæði
síkvikrar náttúru og mannlegs skilnings og skynjunar á umhverfinu, eða
eins og Svavar orðar það í viðtali: „hin abstrakta list [hefur] ekkert fyrir-
fram prógram um að mynd eigi að eftirlíkja eða láta endurþekkja eitthvað
ákveðið, en við það að vera í þetta frjálsara formi er auðvitað hægt að ná
meiri listrænni tjáningu“.53 Lýsing Thors endurspeglar landslagsstemmn-
ingu sem fólgin er í tjáningarkrafti málverksins; í henni má glöggt skynja
hvernig augað hvarflar um myndflötinn um leið og undirstrikaðir eru eig-
inleikar verksins sem hlutur og sem málverk; í því er fólginn „sinfónn“ sem
kveikir ferðalag um lendur ímyndunaraflsins:
Myndin Gullfjöll [...] er olía á striga, mikill fleki, rammaukin smíð.
Vart getur íslenzkari mynd; íslenzkt veður, íslenzkt geð, óður um
mannlíf, fjöll og hamra og fossandi elfur þar sem æðandi flaumur
kveður við titrandi bjarg.
og þegar lesari myndarinnar tekur að rata um sinfón þennan
sviptist fortjald sundur, og hann kann að togast í nýjan villugjarn-
an leiðangur þar sem eitt togar hér og annað þar, og svipir vakna
og hvísla eða hrópa ókennilegan boðskap sem hvessist, og verður
kunnuglegur og vekur efni í sögu þar sem ekki er kveðið að fastar
en svo að áhorfandinn situr í þeim vanda og forréttindum að yrkja
áfram af sínum eigin anda.54
Hér er frjálsræði listamannsins og túlkandans í fyrirrúmi. Verkin sem
Svavar sýndi í Listamannaskálanum árið 1945 eru, eins og Thor áréttar
í bók sinni, máluð í umróti síðari heimsstyrjaldar og í niðurbældu and-
rúmslofti þýsks hernáms í Kaupmannahöfn þar sem Svavar var innlyksa.
Andóf Svavars gegn fagurfræðikenningum og boðum akademíunnar og
hvers kyns hugmyndafræði endurspeglast í áherslu hans á móderníska fag-
urfræði sem andóf gegn „afturhaldssamri“ akademískri fagurfræði. Í hans
52 Malcolm Andrews, Landscape and Western Art, bls. 179. Vitaskuld er túlkun Svavars
ekki bundin af því sem fyrir augu ber í sama mæli og hjá impressjónistunum.
53 „Listin sprettur af lífinu sjálfu en ekki neinni fagurfræði. Viðtal við Svavar Guðna-
son listmálara“, bls. 4.
54 Thor Vilhjálmsson, Svavar Guðnason, bls. 35.