Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 84
83
Jafnframt eru í slíku rými fólgnar ýmsar túlkunarleiðir að eldri verkum
sem eiga það til að lokast inni í sínu viðtekna listsögulegu samhengi, svo
sem „módernisma“, túlkunarleiðir sem eiga erindi við samtímann. Varla er
merking módernískra málverka og landslagstjáningar, eins og hjá Svavari
Guðnasyni, aðeins bundin við hefðina og tiltekna listsögulega stund hér
á landi. Túlkun Thors Vilhjálmssonar bendir að minnsta kosti til annars;
þótt ekki væri nema vegna þess að þar á sér stað „snerting“ milli tveggja
einstaklinga, tveggja líkama og umhverfis þeirra, í hinum lifandi þráðum
sem mynda hið sérstaka rými málverksins. Málverkið sem snertiflötur tíma
og rúms; skyldi sá snertiflötur ekki eiga einhvern þátt í því að verk lista-
manna eins og þeirra sem hér hafa verið nefndir til sögunnar og áhrifaríkar
túlkanir á verkum þeirra og margra annarra, valda ennþá titringi?
Ú T D R Á T T U R
Staðinn að verki
Um málverkið sem snertiflöt tíma og rúms
Hin móderníska áhersla á sýnileika pensiltækni í málverki endurspeglar líkamlega
verund listamannsins í heiminum, og kallar með sérstökum hætti á þann sem nemur
verkið. Áhersluna á hið málaða yfirborð myndflatarins má rekja til þróunar í 19. aldar
landslagsmálun. Viss þversögn er því fólgin í staðhæfingum um að samfara uppgangi
módernisma á 20. öld, hafi jafnframt fjarað undan landslagsmálverkinu. nánari at-
hugun leiðir í ljós að landslagsmálun er frjór vettvangur til að grafast fyrir um deiglu
módernisma í málverki. Í þessari grein er, með hliðsjón af málverkum eftir Jackson
Pollock, Paul Cézanne og Svavar Guðnason, skyggnst eftir módernískum hrær-
ingum og þýðingu þeirra fyrir listamenn og viðtakendur verka þeirra. Þess er jafn-
framt freistað að rekja saman þræði í fræðiskrifum sem fjalla um tæknilega útfærslu
í málverki, og þá einkum í landslags- og náttúrutengdum verkum. Einkum reynast
skrif Charles Harrisons listfræðings um tengsl módernisma og nútímalegra lands-
lagsmálverka og greining hans á díalektísku sambandi áhrifa (e. effects) og áhrifavalds
(e. effectiveness), málverks og myndar, gagnleg í umræðu um sjónarhorn viðtakand-
ans og mögulegar leiðir hans að málverkinu sem athafnasvæði í tíma og rúmi.
Lykilorð: Módernismi, málverk, landslag, pensiltækni, líkami, samhengisvísun
STAðInn Að VERKI