Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 86
85
Alda Björk valdimarsdóttir
Líkami Jane
Ástin og ímyndin
Aðeins ein andlitsmynd hefur varðveist, svo vitað sé, af ensku skáldkonunni
Jane Austen (1775–1817), en hún var teiknuð af systur hennar, Cassöndru,
einhvern tíma í kringum 1810.1 Vandinn við vatnslitaða blýantsskissu
Cassöndru er að hún hefur ekki þótt gleðja augað og Jane þykir fýluleg
og óaðlaðandi á henni. Því hefur reglulega myndast þrýstingur á að fegra
mynd Cassöndru með einhverjum ráðum, eða að leita uppi aðrar myndir
sem hugsanlega eru til af skáldkonunni og sýni hana í betra ljósi.
Andlitsmynd Cassöndru er varðveitt í national Portrait Gallery í
Lundúnum og af henni má merkja að Jane Austen var lík föður sínum
og sumum bræðum sínum, en atvinnumálarar máluðu margar myndir af
þeim. Líklegt þykir að Cassandra hafi rissað upp nokkrar myndir af systur
sinni, og sú staðreynd að þessi mynd skuli hafa varðveist gefur til kynna að
þær systur hafi verið tiltölulega ánægðar með hana. Sumir vilja þó meina
að myndin hafi verið ókláruð.2
Gott dæmi um freistingu útgefenda til þess að fegra útlit Austen er
andlitsmynd af Jane frá árinu 2007, en hún olli miklum úlfaþyt í fjöl-
miðlum. Þá ákvað breska útgáfufyrirtækið Wordsworth að lagfæra teikn-
ingu Cassöndru, setja á hana bleikan kinnalit, lengja hárið og fjarlægja
blúnduhúfuna sem prýtt hefur allar myndir af henni fram að þessu. Allt var
1 ég hef áður skrifað um ímyndarsköpun Austen í blaðagreininni „Hin mörgu andlit
Jane Austen“ sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, 9. júní 2007, bls. 4–5. Þar skortir
þó skiljanlega á hið fræðilega samhengi.
2 Paula Byrne er ein af þeim sem heldur því fram að myndin hafi verið ókláruð.
Sjá Monami Thakur, „‘Lost’ Jane Austen Portrait Depicts a Different View of
the Writer“, International Business Times, 6. desember 2011: http://www.ibtimes.
co.uk/articles/262256/20111206/lost-jane-austen-portrait-depicts-different-view.
htm [sótt 30. júní 2013].
Ritið 2/2014, bls. 85–109