Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 90
89
Jane þar sem hún situr utandyra á heitum degi með hattinn sinn óbund-
inn, en á þeirri mynd snýr skáldkonan baki í áhorfendur. Andlitsmynd
Cassöndru gefur vissa hugmynd um útlit Jane en þó voru margir ætt-
ingjar þeirra systra óánægðir með skissuna og sögðu hana ekki fanga svip
skáldkonunnar. Bróðurdóttir Austen, Anna Lefroy, sagði hana þannig vera
„hryllilega ólíka henni“.6 Valerie Grosvenor Myer segir í ævisögu sinni um
Austen að hún líti út eins og „önugur hamstur“ og athyglisvert er að hún
byrjar ævisögu sína á kaflanum „Hvernig leit hún út?“ þar sem hún heldur
því fram að Austen hafi verið falleg.7 Hún vitnar í Caroline, hálfsystur
Anne sem segir að Austen hafi verið „fyrsta manneskjan sem hún hafi áttað
sig á að væri falleg.“8
Þegar Austen var fyrst „opinberlega kynnt“ í samfélaginu (þ.e. fór að
stunda samkvæmislífið) haustið 1792, rétt fyrir 17 ára afmælið sitt, var það
mál manna að hún væri kannski engin fegurðardís, en hún þótti lagleg
stúlka. Hún var hávaxin og grönn, góður dansari, með hrokkið, dökkt hár.
Augun voru skýr og hnotubrún, hún var útitekin, andlitið kringluleitt,
nefið vel lagað og nett. Bróðursonur hennar James Edward segir að hún
hafi verið mjög aðlaðandi; „fótatak hennar var létt og ákveðið og hún geisl-
aði af heilbrigði og fjöri“.9 Systir hans Anne Lefroy segir það hafa verið
„mesta furða að þrátt fyrir alla sína kosti hafi hún ekki tvímælalaust verið
lagleg kona.“10 Elsti sonur herra Fowle sem var skólabróðir föður Jane
þekkti Austen frá barnæsku. Hann sagði að Jane hefði verið mjög falleg:
„Hún var vissulega falleg, björt yfirlitum og litfríð, hún var eins og brúða –
nei, þannig er henni ekki rétt lýst því svipur hennar var svo tjáningarríkur
– hún var eins og barn – mjög líflegt barn með gott skopskyn.“11
Frænka hennar, Mary Russell Mitford, var ekki eins hrifin og sagði
Jane hafa verið mjóa, skarpleita og svipbrigðalausa. Hún hafi verið eins
6 orð önnu Lefroy vega svo þungt í ævisögu Valerie Grosvenor Myer um Austen
að hún gerir þau að útgangspunkti sínum. Sjá Myer, Jane Austen: Obstinate Heart,
London: Michael o’Mara Books Ltd, 1997, bls. 1. Claire Tomalin ræðir þessa yf-
irlýsingu Lefroy í ævisögu sinni en hún birtist upphaflega í bréfi hennar til bróður
síns James-Edward. Sjá Tomalin, Jane Austen. A Life, new York: Vintage Books,
1999, bls. 109. Bréf Anne Lefroy til James-Edward Austen-Leigh er frá 20. júlí
1869.
7 Valerie Grosvenor Myer, Jane Austen: Obstinate Heart, bls. 1.
8 Valerie Grosvenor Myer, Jane Austen: Obstinate Heart, bls. 2.
9 J.E. Austen-Leigh, A Memoir of Jane Austen and Other Family Recollections, oxford
og new York: oxford University Press, 2002, bls. 135.
10 Claire Tomalin, Jane Austen. A Life, bls. 109.
11 Claire Tomalin, Jane Austen. A Life, bls. 108.
Líkami Jane • Ástin og ímyndin