Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 92
91
1873, en þar er Austen með giftingarhring á fingri.17 Sú viðbót er sér-
staklega forvitnileg í ljósi þess að meydómur Austen er löngu orðinn eitt
af einkennismerkjum skáldkonunnar. Þessar myndir eru gjarnan notaðar
nú til dags í stað skissu Cassöndru og nýjasta útgáfan frá Wordsworth-
fyrirtækinu leggur þær til grundvallar í nýjustu umsköpuninni. Charlotte-
Maria Middleton, frænka nágranna Austen hjónanna, hitti Jane Austen
oft þegar hún var unglingur og segir í bréfi sem fannst árið 1985 að andlit
Austen hafi ekki verið jafn búlduleitt og breitt eins og önnur tréristan gefi
til kynna, sú sem er frá 1869 og birtist í ævisögu James-Edwards ári síðar.
Austen hafi haft há kinnbein, fallegan litarhátt, tindrandi augu sem voru
ekki stór, en greindarleg og glaðleg.18
Þegar öllu er á botninn hvolft þykir þó mörgum mynd Cassöndru af
Jane einfaldlega ekki birta nægilega aðlaðandi persónu og margir hafa því
tilhneigingu til þess að gagnrýna myndina. Andlitsdrættir hennar séu þar
alltof hvassir og munnurinn beri jafnvel vott um grimmd og óhamingju.
Aðrir telja að myndin sýni tilfinningalega ófullnægju Austen af því að hún
giftist aldrei.19 Emily Auerbach segist þó sakna hinnar skörpu Jane Austen
sem skissa Cassöndru sýni. „Gæti verið að línurnar við munn hennar tákni
ákveðni en ekki vonbrigði?“20 Því má vissulega velta fyrir sér hvort hvass
svipur Jane á mynd Cassöndru gefi til kynna metnað og einbeitingu sem
hafi verið óhugsandi fyrir konur á Regency-tímabilinu. Það hafi því þurft
að breyta myndinni til þess að gera ímynd Austen ásættanlegri fyrir aðdá-
endur hennar.
Var Austen eins og elgur eða önugur hamstur?
Umræðan um útlit Jane Austen kemur reglulega upp. Þegar breski rithöf-
undurinn og bókmenntafræðingurinn Paula Byrne fullyrti árið 2011 að hún
hefði undir höndum nýuppgötvaða teikningu af skáldkonunni, en Byrne
var á þeim tíma að leggja lokahönd á nýja ævisögu um Austen,21 vöktu
yfirlýsingar hennar gríðarlega athygli og BBC2 gerði klukkutíma heim-
17 Sjá Everet A. Duyckinck, Portrait Gallery of Eminent Men and Women of Europe and
America, Vol. 1, new York: Johnson & Griffens Publishers, 1873, bls. 409–415,
hér bls. 407.
18 Park Honan, Jane Austen. Her Life, London: Weidenfeld og nicolson, 1987,
myndatexti milli bls. 212 og 213, 270.
19 Emily Auerbach, Searching for Jane Austen, Madison, Wisconsin: The University
of Wisconsin Press, 2004, bls. 21–22.
20 Emily Auerbach, Searching for Jane Austen, bls. 23.
21 Paula Byrne, The Real Jane Austen. A Life in Small Things.
Líkami Jane • Ástin og ímyndin