Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 93
92
ildarmynd þar sem reynt var að sanna fullyrðingar Byrne.22 Teikningin,
sem vissulega er frá réttum tíma, sýnir allt aðra Austen en lesendur eiga að
venjast. Þessi er mjóleitari en endurgerðirnar af andliti skáldkonunnar sem
flestir þekkja, þarna er hún hávaxin og grönn, með arnarnef móður sinnar
og horfir ákveðin fram á veginn með penna í hendi.
Blaðamaðurinn Harry Mount skrifar pistil um teikninguna í The
Telegraph sem ber nafnið „Jane Austen var ekki eins ljót og fólk heldur“.
Mount byrjar á því að lýsa teikningunni af Austen og bakgrunninum og
bætir svo við:
Ef þetta er Austen þá hefur myndin bjargað henni frá tvöhundruð
ára meðaumkun. Fram að þessu höfum við stuðst við andlitsmynd
Cassöndru systur hennar, en hún sýnir úrilla og púkalega Austen
sem krossleggur armana frekjulega. Óhjákvæmilega tengdu menn
reiðina sem gefin er í skyn á myndinni hjúskaparstöðu hennar, en
sú staðreynd að hún giftist aldrei er dregin fram með áherslunni á
hjónabönd í skáldsögum hennar, sérstaklega í Hroka og hleypidómum.
nýja andlitsmyndin kynnir okkur fyrir allt öðruvísi Austen: hún er
fríð, greind, reiðubúin til aðgerða og nógu örugg með sig til þess
að mæta heiminum sem rithöfundur. Hún er ekki lengur manneskja
sem við þurfum að aumka okkur yfir, of ófríð og of reið til þess að
ná sér í eiginmann. Þess í stað var hún kannski of klár og upptekin
af rithöfundarferli sínum til þess að sætta sig við þær málamiðlanir
sem hjónabandið hefði haft í för með sér.23
Harry Mount greinir í lokaorðunum samtímavanda kvenna í tímafrekum
ábyrgðarstöðum, sem glíma við vandann við að halda heilbrigðu jafnvægi
milli fjölskyldulífs og starfsframa.
Margir lesendur pistilsins taka þó ekki undir greiningu Mounts. Þótt
sumir finni að karlrembunni sem vissulega fer ekki á milli mála í skrifunum,
eru þó enn fleiri sem draga fegurðarskyn Mounts í efa. „Iloretta“ segist
„aldrei hafa ímyndað sér [Austen] ljóta þar til hún sá þessa mynd“ og vonar
„að þekkta [andlitsmyndin] fangi betur hið sanna andlit hennar“. „Janebu“
tekur undir orð Ilorettu og varpar fram þeirri spurningu hvort þetta sé
22 Jane Austen – The Unseen Portrait (neil Crombie, 2011), framleiðandi neil Crom-
bie.
23 Harry Mount, „Jane Austen wasn’t as ugly as people think“, The Telegraph, 5.
desember 2011. Sjá: http://blogs.telegraph.co.uk/culture/harrymount/100058535/
jane-austen-wasnt-as-ugly-as-people-think/ [sótt 15. júní 2013].
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR