Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 94
93
Austen „eða napóleon í kvenfötum að skipuleggja herferð“. „Ednapacey“
áréttar að sé myndin í raun og veru lík ungfrú Austen þá hafi hún „vissulega
verið elgur“ og hún hvetur Harry til þess að fjárfesta í gleraugum.24
Umræðan vekur óneitanlega upp spurningar um stöðu listarinnar
í ímyndarsamfélagi nútímans. Skiptir útlit rithöfunda máli þegar breyta
á hugverkum þeirra í söluvöru? Áðurnefndar aðferðir Wordsworth-
útgáfunnar snúast t.d. ekkert um að grafast fyrir um raunverulegt útlit
Austen, því að Trayler viðurkennir fúslega að umbreytingin sé fyrst og
fremst gerð með það í huga að selja fleiri eintök af endurminningunum.
Í allri umræðunni um lágkúrulega markaðsherferð og vanvirðingu á
breskri þjóðargersemi, þar sem nútíma ímyndarherferðir og menningar-
arfurinn rákust saman, gleymdist þó með öllu að benda á að myndin sem
Wordsworth-útgáfufyrirtækið ákvað að lagfæra er sjálf fegruð andlitsmynd
frá Viktoríutímabilinu. Myndin var á sínum tíma eflaust gerð vegna þess
að nítjándu aldar útgefendum þótti eina andlitsmyndin sem varðveist hafði
af Jane Austen of ljót til að hægt væri að nota hana.
Paula Byrne telur mynd sína vera þeim kostum búin að birta faglegan
rithöfund að störfum. Ákaft, hugsandi augnaráð hennar segi okkur að hún
eigi fund með listgyðjunni. Hér sé á ferðinni Regency-rithöfundur með
snilligáfu, sem fullur sjálfstrausts haldi föstu taki um penna skáldsagnahöf-
undarins.25 Byrne tekur því undir með þeim fræðimönnum sem vilja bera
kennsl á metnaðarfullan rithöfund í andlitsdráttum Austen.
Baráttunni um réttu ímyndina af Jane er engan veginn lokið og enn
veldur raunverulegt útlit skáldkonunnar aðdáendum hennar heilabrotum.
Í janúar 2003 birtist enn ein andlitsmyndin af Austen, en hún var máluð
af listamanninum Melissu Dring, sem teiknar myndir af sakborningum
fyrir lögreglu í undirbúningi réttarhalda. Dring, sem m.a. vinnur fyrir
Alríkislögreglu Bandaríkjanna í Washington, fékk það verkefni hjá Jane
Austen Centre í Bath að búa til andlitsmynd af Jane Austen. Dring studd-
ist við mynd Cassöndru auk þess sem hún fékk í hendur höfuðfat svipað
því sem Austen bar á myndinni og kjól sem var úr svipuðu efni og Austen
hafði eitt sinn keypt í kjól handa systur sinni. Jafnframt yngdi Dring skáld-
konuna upp um nokkur ár, en á mynd hennar á Austen að vera 26–31 árs,
eins og hún gæti hafa litið út þegar hún bjó í Bath, á árunum 1801–1806.
24 Umræða við Harry Mount, „Jane Austen wasn’t as ugly as people think“. Iloretta,
03:26PM, 12. maí 2011; Janebu, 03:05PM, 12. maí 2011; og Ednapacey 02:44, 12.
maí 2011 [sótt 15. júní 2013].
25 Paula Byrne, The Real Jane Austen. A Life in Small Things, bls. 306.
Líkami Jane • Ástin og ímyndin