Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 97
96
fórnarlömb sögunnar hafi getað flúið óvini sína með því að leita í sögur
Austen en bætir við: „Á meðan franska byltingin geisaði leit Jane Austen
varla upp úr sínu smáa bókmenntahorni.“32
Verður Austen vægðarlaus og kaldrifjuð í huga lesandans vegna þess að
hún skrifar um eitthvað sem skiptir engu máli þegar mikilvægir atburðir
eiga sér stað úti í hinum stóra heimi? Sú hugmynd er a.m.k. ríkjandi að
Austen hafi ekki verið í tengslum við veruleika samtíðar sinnar, svo tíð-
indalítið hafi líf hennar verið, þótt fleiri séu á þeirri skoðun að Austen hafi
verið ljúf og geðgóð piparmey. Sá fyrsti sem gefur þetta í skyn er Henry
Austen, bróðir hennar, sem segir í stuttum formála að útgáfu Persuasion
og Northanger Abbey (en þær voru fyrst gefnar út saman 1817, stuttu eftir
dauða Jane), að ævisagnahöfundurinn standi frammi fyrir auðveldu verk-
efni þegar rekja eigi ævi Jane Austen. Líf sem var helgað gagnsemi, bók-
menntum og trú hafi á engan hátt verið viðburðaríkt.33 Jane hafi aldrei
mætt vanþóknun frá fjölskyldu sinni eða vinum og hafi verið einstaklega
góðviljuð. Henry segir hana hafa verið glæsilega, hávaxna og yfirvegaða,
og tígulega í framkomu. Hún hafi verið glaðlynd, skynsöm og velviljuð.
Rödd hennar hafi verið einstaklega ljúf og hún hafi tjáð sig af öryggi og
nákvæmni. Hún hafi verið gallalaus og alltaf afsakað galla annarra, fyrir-
gefið eða gleymt. Að sama skapi hafi hún sýnt aðgát í orðum og aldrei látið
hörð orð falla. Hún skrifaði af brennandi þörf en hafði ekki áhuga á frægð
eða gróða. Vinir hennar þurftu að telja hana á það með mikilli fyrirhöfn að
gefa út sitt fyrsta verk.34 Þetta sjónarmið birtist einnig á minningarskildi
við grafreitinn hennar í dómkirkjunni í Winchester, en þar var talað um
gæsku hennar og ljúft hjartalag, en ekki minnst á að hún hefði verið rit-
höfundur fyrr en hálfri öld eftir andlát hennar.35 Líklegt er að myndin sem
bræður hennar draga upp af henni sé undir áhrifum af því hvernig konur á
þessum tíma áttu að hegða sér.36
and Lady Susan, ritstj. J. David Grey, Ann Arbor og London: UMI Research Press,
1989, bls. 59–72, hér bls. 59.
32 Christopher Kent, „Learning History with, and from, Jane Austen“, Jane Austen's
Beginnings: The Juvenilia and Lady Susan, bls. 59.
33 Henry Austen, „Biographical notice of the Author“, formáli að Persuasion eftir
Jane Austen, London: Penguin Book, 1965, bls. 29–34, hér bls. 29.
34 Henry Austen, „Biographical notice of the Author“, bls. 29–32, sjá t.d. bls. 32.
35 Sjá grafskriftina í heild sinni í ævisögu Claire Tomalin, Jane Austen. A Life, bls.
270.
36 ég ræði nánar 19. aldar hugmyndir um kvenleika í doktorsritgerð minni „ég hef lesið
margar Jönur. Höfundarvirkni Jane Austen í þremur kvennagreinum samtímans“.
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR