Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 98
97
Henry dregur t.d. upp mynd af Austen sem er ekki algjörlega í samræmi
við þá persónu sem birtist t.d. í bréfum hennar. Hún hafði mikinn áhuga á
útgáfumálum líkt og sjá má af bréfi sem hún skrifar Crosby & Co. 5. apríl
1809. Þar kvartar hún yfir því að ekkert hafi orðið af útgáfu Susan (síðar
Northanger Abbey) en sex árum áður hafði útgefandinn keypt handritið og
lofaði að gefa það út. Austen skrifar bréfið undir dulnefninu „Mrs. Ashton
Dennis“, eða „mad“, og segir þannig „ég er […] reið“.37 Þrátt fyrir að
Jane Austen hafi ekki viljað birta nafn sitt á bókarkápum skáldsagna sinna
sóttist hún eftir breiðum lesendahópi og hafði mikinn áhuga á því að afla
sér tekna af útgáfunum til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Það
kemur m.a. fram í bréfi hennar til Fannyar Knight: „þótt ég sé jafn hrifin
og flestir af hrósi, vil ég líka það sem Edward kallar klink“.38 Þá segir hún
einnig í bréfi til bróðurdóttur sinnar, Fannyar þegar talið berst að útgáf-
unni á Mansfield Park: „ég er afskaplega gráðug og vil nýta mér þetta til
fulls“.39
Líklegt þykir að þau bréf sem sýndu aðrar hliðar á henni, birtu nei-
kvæðni Jane Austen, umkvartanir, illt umtal og hvers kyns vanlíðan hafi
verið brennd.40 Líkt og kemur glögglega fram í skáldsögum Austen afhjúp-
ar söguhöfundurinn heimsku, hræsni, sjálfhverfu, snobb, falskt lítillæti og
siðblindu á kaldhæðnislegan hátt. Þá var hún ekki alltaf ljúflingur í þeim
bréfum sem hafa varðveist líkt og sést á frægri athugasemd hennar um frú
Hall frá Sherbourn sem: „fæddi andvana barn í gær, nokkrum vikum fyrir
tímann, eftir að hafa brugðið illilega. – ég geri ráð fyrir að hún hafi orðið
fyrir því að líta óvart á eiginmann sinn.“41 Jane Austen hugsaði augljóslega
ekki alltaf fallega um nágranna sína.
Baráttan um ímynd skáldkonunnar er engan veginn bundin við nítjándu
öldina. Heitustu stuðningsmenn Austen í hópi kristinna aðdáenda samtím-
ans eiga t.d. enn stundum erfitt með að samræma hörkuna og kaldhæðnina,
sem lesa má úr lýsingum skáldverkanna og úr einstöku bréfi, ímynd sinni af
37 Jane Austen, „To Crosby & Co.“, 5. apríl 1809, Jane Austen’s Letters, ritstj. Deirdre
Le Faye, oxford og new York: oxford University Press, 1995, bls. 174: „I am
Gentlemen &c & c MAD.“
38 Jane Austen, „To Fanny Knight“, 30. nóvember 1814, Jane Austen’s Letters, bls.
287.
39 Jane Austen, „To Fanny Knight“, 18.–20. nóvember 1814, Jane Austen’s Letters, bls.
281.
40 Sjá Claire Tomalin, Jane Austen. A Life, bls. 279.
41 Jane Austen, „To Cassandra Austen“, 27.–28. október 1798, Jane Austen’s Letters,
bls. 17.
Líkami Jane • Ástin og ímyndin