Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 99
98
skáldkonunni. Sem dæmi má nefna þær spurningar fyrir leshringi sem fylgja
Just Jane eftir nancy Moser og bók Lori Smith A Walk with Jane Austen, en
í báðum bókum er gert ráð fyrir að lesandinn aðhyllist kristin gildi. Í verki
hinnar síðarnefndu er lesandinn spurður „hvaða ‘smáu meinfýsni’ Jane hafi
skrifað inn í sögur sínar“ og hvort slíkt megi einnig finna í bók Smith.42
Smith játar það sjálf í sjálfshjálparbók sinni The Jane Austen Guide to Life
að Austen hafi líklega léð Emmu Woodhouse sitthvað af hörkulegri lífssýn
sinni og vísar þar bæði í fræðilegar túlkanir á verkum skáldkonunnar og
varðveitt bréf.43 Á sama hátt er lesandinn í verki Moser beðinn um að velta
fyrir sér dómhörkunni sem stundum býr í bréfum skáldkonunnar: „Jane
lætur eitraðar athugasemdir flakka um annað fólk, en ofast er það Cassandra
ein sem verður vitni að þeim. Við eigum það öll til að hugsa illt til annarra,
svo … hvernig ættum við eiginlega að bregast við því.“44
Rithöfundurinn Robert Rodi beinir spjótum sínum einmitt að þess-
ari útvötnun í bókinni Bitch in a Bonnet, eða Tíkinni með blúnduhúfuna.
Rodi segir í undirtitli markmiðið vera að endurheimta skáldkonuna úr
höndum hinna „stífu, snobbuðu, einföldu og aulalegu“.45 Rodi gerir rétt
eins og svo margir aðrir „tilkall til Jane Austen“ þótt hann viðurkenni ekki
fyrir öðrum að hún sé ein af höfundarfyrirmyndum hans sé hann spurður.
Skýringin á því er einföld:
ég er jú þrátt fyrir allt karlmaður og það sem meira er heimsmaður,
á meðan Jane Austen er aðallega skilgreind sem kvenhöfundur, nei
fremur sem ákveðin gerð af kvenhöfundi, skondin og ástkær, saklaus
og siðprúð, þröngsýn ef ekki sveitó, og svimandi, ó-það-líður-yfir-
mig rómantískur höfundur og móðurgyðja „skvísubóka“. Jæja, sann-
ast sagna er þetta kjaftæði. Þetta er ekki Jane Austen, þetta er „Jane
Austen“ – mikill rithöfundur sem hefur verið smækkaður niður í
42 Lori Smith, A Walk with Jane Austen. A Journey into Adventure, Love & Faith, Color-
ado Springs, Co: WaterBrook Press, 2007, bls. 233.
43 Lori Smith, The Jane Austen Guide to Life: Thoughtful Lessons for the Modern Woman,
Guilford, CT: skirt!, 2012, bls. 34.
44 nancy Moser, Just Jane. A Novel of Jane Austen’s Life, Minneapolis, Mn: Bethany
House Publishers, 2007, bls. 366.
45 Robert Rodi, Bitch in a Bonnet. Reclaiming Jane Austen from the Stiffs, the Snobs,
the Simps and the Saps, Vol. 1, CreateSpace Independent Publishing Platform: án
útgáfustaðar, 2011.
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR