Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 100
99
vörumerki, bókmenntir endurmótaðar sem framleiðsla, snilligáfa
endurgerð sem listlíki.46
Rodi heitir því að önnur Austen muni hér birtast mönnum. Hans skáld-
kona er „slóttugur niðurrifsseggur, glöggskyggn félagslegur Darwinisti, og
vægðarlausasti háðsádeiluhöfundur sinnar aldar. Hún er hrekkjótt og glett-
in og miskunnar sig ekki yfir neinn.“ Sú Austen sem stígur fram á síðum
Rodi er fæddur sadisti, en líka jafnoki Shakespeares þegar kemur að fyndni
og sálfræðilegu innsæi.47 Í þessum beinskeytta túlkunaranda styður Rodi
sig ekki við bústnar og endurmótaðar andlitsmyndir Austen-iðnaðarins.
Hann fer á táknrænan hátt aftur til upphafsins því að á kápu hans birtist
hin hvassleita andlitsmynd Cassöndru, grimmdarlega varaþunn – tíkin sjálf
með blúnduhúfuna sína. Á sama hátt og í endurgerðunum á andlitsmynd
Cassöndru er frumgerðinni þannig ætlað að endurspegla samfélagslega
gagnrýni skáldkonunnar og óvægna sýn á félagsleg gildi samtíðarinnar,
hatrömm átök undir fáguðu yfirborði.
Hversu gagnrýnin eru viðhorf Austen til samfélagsins og ástarinnar?
Spennan sem greina má í athugasemdum Rodis milli tveggja ráðandi túlk-
unarhefða, þar sem tekist er á um hvort skilgreina eigi Austen sem írón-
ískan samfélagsgreinanda og andófshöfund eða sem formóður nútímaást-
arsögunnar á Vesturlöndum, er flókin og sú tilhneiging er ríkjandi að búa
skáldkonunni stað í öðrum hvorum herbúðunum, í stað þess að greina
merkingu verka hennar sem flókið samspil andstæðra sjónarmiða þar sem
höfundurinn heldur sig til baka og lætur lesandanum eftir að draga álykt-
anir, svona rétt eins og Shakespeare gerir.
Í þessu samhengi er þó forvitnilegra að Rodi skuli lýsa spennunni milli
túlkunarhefðanna sem kynbundinni, þ.e. milli karlmannlegrar túlkunar-
hefðar og sviðs hins ofurkvenlega. Hann hefur lengi ekki viljað viðurkenna
að Austen sé í hans liði vegna þess að hún hefur svo iðulega verið skil-
greind sem „ákveðin gerð af kvenhöfundi“, sem „móðurgyðja“, sem ein-
feldningsleg, reynslulaus og rómantísk. Rodi heitir því að „bjarga starfs-
systur sinni“ með því að endurskilgreina „hana“ á réttum forsendum.48
Einn af lesendum Bitch in a Bonnet bregst við bókinni í ítarlegum ritdómi
á vefsvæði Amazon. Hann segir greininguna „vel skrifaða og fyndna en í
46 Robert Rodi, Bitch in a Bonnet, bls. 1.
47 Robert Rodi, Bitch in a Bonnet, bls. 1–2.
48 Robert Rodi, Bitch in a Bonnet, bls. 1.
Líkami Jane • Ástin og ímyndin