Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 103
102
allt fram til ársins 1811 hafi hún skrifað án nokkurs konar hvatningar, fyrst
og fremst sjálfri sér til ánægju.57 Í yfirlýsingum af þessu tagi, og þetta eru
aðeins nokkur dæmi, er gert ráð fyrir því að skáldkona sem var bundin við
heimahagana, gekk ekki menntaveginn (fremur en aðrar samtíðarkonur
hennar) og giftist aldrei, hafi sjálfkrafa verið samfélagslega einangruð og
pólitískt ómeðvituð.
Ímyndin af elskulegu (og ófríðu) piparmeyjunni Jane Austen er jafn-
framt ráðandi þegar fræðimenn og ævisagnahöfundar tala um skáldkon-
una með því að vísa til skírnarnafns hennar, tala einfaldlega um hana sem
„Jane“. Með því búa þeir til nálægð milli hennar og lesandans sem er
venjulega ekki að finna í umræðu um aðra lykilhöfunda bókmenntasög-
unnar. Henry James segir árið 1905 að hún sé „meira metin en tilefni gefur
til sé horft til […] verðleika hennar“, ábyrgðina af þessu öllu megi rekja til
þeirra sem „höfðu hag af því að finna „elskuna“ sína, elskuna okkar, elsku
bestu Jane okkar allra.“58
Breski rithöfundurinn, blaðamaðurinn og menningarrýnirinn Arnold
Bennett segir þannig um Austen árið 1927: „Mér líkar vel við Jane. ég hef
lesið margar Jönur. […] Hún var frábær lítill skáldsagnahöfundur. […] En
heimur hennar var pínulítill og jafnvel innan þessa pínulitla heims horfir
hún framhjá lykilatriðum meðvitað eða ómeðvitað. Hún þekkti ekki heim-
inn nægilega vel til þess að verða mikill skáldsagnahöfundur. Hún hafði
ekki metnað til þess að vera mikill skáldsagnahöfundur. „Hún vissi hvað
staða hennar bauð.“59
Í skáldsögu sinni Just Jane tekur nancy Moser upp þá hugmynd að
Jane hafi lifað fábrotnu lífi vegna þess að hún giftist aldrei, en titillinn,
„Bara Jane“, er lýsandi fyrir nálægðina milli lesandans og skáldkonunnar
sem býr í smáu viðfangsefninu og hjúskaparstöðu hennar. Í sögunni er
Jane Austen látin varpa fram þeirri spurningu hvers vegna hún hafi ekki
1931, bls. 1, 2 og 22.
57 Emily Auerbach, Searching for Jane Austen, bls. 30. Auerbach vitnar í Richard Ald-
ington, Jane Austen, Pasadena: Ampersand Press, 1948, bls. 3–4.
58 Henry James, „The Lesson of Balzac“, The Question of our Speech, The Lesson of
Balzac. Two Lectures, Boston og new York: Houghton Mifflin Company, 1905,
bls. 55–116, hér bls. 61–62: http://archive.org/stream/questionourspee01jamego-
og#page/n6/mode/2up [sótt 17. september 2013].
59 Þessi orð Arnolds Bennet er að finna í Jane Austen. The Critical Heritage, Volume
2, 1870–1940, ritstj. Brian Southam, London og new York: Routledge and Kegan
Paul, 1987, bls. 288. Greinin birtist fyrst í blaðadálknum „Books and Persons“ í
Evening Standard, 21. júlí 1927 og 22. nóvember 1928.
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR