Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 104
103
skrifað á Bath-árunum: „Er það af því að mér finnst ég óhæf til að búa til
ásættanlega sögu fyrir persónurnar mínar í ljósi þess að ég get ekki einu
sinni búið til ásættanlega sögu fyrir sjálfa mig? Er það af því að ég treysti
ekki eigin þrám og löngunum?“60 Moser gefur til kynna að Austen hafi
staðið frammi fyrir þeim valkosti að verða rithöfundur og giftast ekki en
átt erfitt með að sætta sig við það. Á endanum hafi líf hennar fyrir vikið þó
hugsanlega orðið auðugra: „Það er vert að hafa það hugfast að ákvörðunin
um að ganga ekki í hjónaband leiddi kannski til einhvers … betra“. Austen
þurfti að horfast í augu við það að hún væri „bara Jane“, líkt og Cassandra
segir við hana: „En nú þarftu að finna ánægjuna í því að vera bara Jane“.61 Í
Chawton fær hún það frelsi: „ég er frjáls til þess … að vera Jane. Dag eftir
dag eftir dag, bara Jane. Þetta virðist of einfalt til þess að vega þungt, en
þýðir fyrir mér að lífið hefur aftur verið fært í mínar hendur.“62 Tilgangur
Moser er alls ekki sá að gera lítið úr Jane Austen. Fremur eru hugmynd-
irnar um hið einfalda, hversdagslega og jarðbundna notaðar til þess að
lýsa lífi og skapgerð skáldkonunnar, rétt eins og svo oft hefur verið gert.
Á þennan hátt segir Edmund Wilson í þekktri grein um skáldkonuna
sem birtist fyrst árið 1944 í The New Yorker: „Ein sérkennilegasta undan-
tekningin af mörgum sem finna má í enskri bókmenntasögu er að þessa
andagift skuli vera að finna hjá siðprúðri piparmey og dóttur sveitaprests,
sem sá ekki meira af heiminum en svo að það rúmaðist í stuttum ferðum
til Lundúna og nokkurra ára dvöl í Bath, og sem beindi sjónum fyrst og
fremst að ungum sveitastelpum sem voru á höttunum eftir eiginmanni.“63
Einfalt líf Austen virðist ekki koma heim og saman við það að vera virtur
rithöfundur. Einnig þykir það undarlegt að ástarsagnahöfundurinn mikli
hafi piprað.
Hjúskaparstaða Jane Austen hefur smám saman orðið eitt helsta ein-
kennismerki hennar. Þannig hefur Silja Aðalsteinsdóttir umfjöllun sína um
Austen í eftirmálanum að ágætri þýðingu sinni á Hroka og hleypidómum á
orðunum „Hroki og hleypidómar eftir prestsdótturina og piparmeyna Jane
Austen er ein frægasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið“.64 Það hversu
60 nancy Moser, Just Jane. A Novel of Jane Austen’s Life, Minneapolis, Mn: Bethany
House Publishers, 2007, bls. 155.
61 nancy Moser, Just Jane. A Novel of Jane Austen’s Life, bls. 351.
62 nancy Moser, Just Jane. A Novel of Jane Austen’s Life, bls. 297.
63 Edmund Wilson, „A Long Talk About Jane Austen“, Jane Austen. A Collection of Critical
Essays, ritstj. Ian Watt, new York: Prentice-Hall, 1963, bls. 35–51, hér bls. 35.
64 Silja Aðalsteinsdóttir, „Eftirmáli“, Jane Austen, Hroki og hleypidómar, þýð. Silja
Aðalsteinsdóttir, Reykjavík: Mál og menning, 1988, bls. 303.
Líkami Jane • Ástin og ímyndin