Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 106
105
höfund sem Jane, Jane frænku eða piparmeyjuna? Hvers vegna þvælist það
svona fyrir fræðimönnum og lesendum að Jane Austen hafi verið einhleyp?
Hugtakið „janeisti“ er að sama skapi einstakt, fyrir þá sök að vera bund-
ið skírnarnafni skáldkonunnar. Slíkt viðurnefni hefur ekki verið búið til
um neinn annan rithöfund. Það hljómar öðruvísi að segja að eitthvað sé
shakespearskt, dickensískt eða byronskt en að einhver sé williamisti, char-
lesisti, eða georgeisti. Þá undirstrikar viðurnefnið af hvaða kyni skáldkon-
an er og gefur til kynna samsömun lesanda af sama kyni.
En af hverju er Austen svo oft markaðssett sem einfaldur höfundur af
andstæðingum sínum sem aðdáendum? Kannski er svarið fyrst og fremst
að finna í frægð hennar, en hana má í einhverjum skilningi orðsins sjá
sem helstu ógnina við hámenningarímynd hennar. Reynt er að höfða til
sem flestra með því að einfalda veigamikla og flókna eiginleika skáldkon-
unnar, ólíkt því sem gerist með aðra hefðarhöfunda. Markhópur Austen
er einfaldlega breiðari og annar en höfunda eins og Flauberts, Hardys og
Tolstoys. Wordsworth-útgáfufyrirtækið vill ná til annarra lesenda en þeirra
sem sækja í hefðarbókmenntir og gerir það með því að höfða til þeirra ást-
arsagnalesenda sem jafnframt kunna að hafa áhuga á Austen. Í slíkum hópi
selur falleg skáldkona líklega fleiri eintök en ófríð og því er púkalegt höf-
uðfatið látið fjúka og kinnar hennar málaðar bleikar. Undir niðri búa þó
jafnframt önnur djúpstæð óþægindi sem má víða merkja í umræðunni um
Austen. Getur það verið að sjálf móðir ástarsögunnar hafi ekki gengið út
vegna þess að hún var of ófríð?
Pirringurinn sem mynd Wordsworth-fyrirtækisins vakti sýnir ljóslega
baráttu mismunandi hópa um ímynd hennar. Kannski bera kinnaliturinn
og hárlengingarnar á myndinni þess vitni að janeistarnir hafi tekið völdin í
hinni almennu umræðu um skáldkonuna. Bíómyndirnar, netið og þær fjöl-
mörgu framhaldssögur sem skrifaðar hafa verið á undanförnum árum hafa
gert það að verkum að vinsældir hennar eru alltaf að aukast og hugsanlega er
örvænting farin að grípa um sig meðal þeirra sem vilja frelsa sögur hennar
úr höndum þessa margslungna hóps sem útilokað er að fella í eina heild.
Þeir sem skrifa um Austen eiga það sammerkt með janeistunum að tengjast
henni gjarnan sterkum og persónulegum böndum, og þeim líkar illa að sjá
aðra skrumskæla það sem þeir telja hina sönnu minningu hennar.
nýlegt dæmi um símótanlega ímynd Jane Austen er kvikmyndin
Becoming Jane (Julian Jarrold, 2007) sem ætlað er að setja á svið atburði úr
lífi skáldkonunnar, m.a. daðrið við hinn unga Thomas Lefroy (1776–1869)
Líkami Jane • Ástin og ímyndin