Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 107
106
sem Jane kynntist í ársbyrjun 1796.68 Þessi jafnaldri Austen var ljóshærður
og myndarlegur, alvörugefinn námsmaður sem lagði stund á lögfræði, en
hann var einnig blásnauður. Því var óhugsandi fyrir hann að biðja hennar.
Þetta skammlífa samband verður í kvikmyndinni að skurðpunktinum í lífi
Austen, mánuðir sem mótuðu líf hennar allt.
Sú ákvörðun að ráða leikkonuna Anne Hathaway í hlutverk Austen
er forvitnileg, en hana hlýtur að mega túlka sem róttækari fegrunarað-
gerð en þá sem Wordsworh-fyrirtækið lét hafa sig út í. Leikkonan Anne
Hathaway er íðilfögur, með dádýrsaugu og útlit hennar er í algjöru ósam-
ræmi við myndina sem Cassandra teiknaði af systur sinni – enda er ekki
óalgengt að fegurðardísir leiki aðalhlutverk í ævisögulegum kvikmyndum
óháð útliti fyrirmyndarinnar. Stjörnuímynd Hathaway er jafnframt for-
vitnileg, en hún var þegar hér var komið sögu eflaust fyrst og fremst þekkt
fyrir hlutverk sitt sem prinsessan Mía Thermopolis í The Princess Diaries
(Garry Marshall, 2001) og The Princess Diaries 2: Royal Engagement (Garry
Marshall, 2004), sem gerðar eru eftir þekktum skvísusögum Meg Cabot
og fyrst og fremst ætlaðar unglingum. Þá lék hún einnig í skvísumyndinni
The Devil Wears Prada (David Frankel, 2006) sem undirstikar að leikkonan
tilheyrir kvennamenningu nútímans sem Austen hefur haft mikil áhrif á.
Sama ár og kvikmyndin kom út lýsti Jon Spence, höfundur Becoming
Jane Austen, því yfir í formála að endurútgáfu bókar sinnar að hann fagni
því að áhorfendur fái loks að „sjá hina ungu Jane Austen“. Sumir halda
því fram, segir Spence, „að Jane Austen hafi ekki litið út eins og Anne
Hathaway. En vitum við hvernig Jane Austen leit út?“ Spence beinir
augum að títtnefndri andlitsmynd Cassöndru frá 1810 og segir hana valda
vonbrigðum: „Á henni eru varir Jane þunnar, augnsvipurinn mæddur, en
hún lítur undan og starir út í fjarskann. Hún krossar handleggina eins og
hún sé að segja hingað og ekki lengra, hún er pirruð, ergileg, eða kannski í
vörn. Þessi Jane er önug og alls ekki viðkunnanleg.“69
Spence veltir því fyrir sér hvort „Jane hafi ekki viljað mynd af sér“ og
hafi „vísvitandi spillt henni“. Ef slíkt „hafi verið tilgangurinn hafi henni
tekist það“. Cassandra hafi aldrei lokið við myndina, en „hún hafi heldur
ekki eyðilagt hana“. En „vegna myndarinnar höfum við ekki lengur algjört
frelsi til þess að ímynda okkur hvernig Jane leit út og jafnvel hver hún
var“. Skissa Cassöndru er „aðalástæðan fyrir því almenna viðhorfi að Jane
68 Kvikmynd Julians Jarrold er byggð á ævisögu Jons Hunter Spence Becoming Jane
Austen, London og new York: Hambledon Continuum, 2007 [2003].
69 Jon Spence, „Introduction“, Becoming Jane Austen. A Life, bls. ix–x.
AldA BJöRk vAldimARSdóttiR