Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 112
111
Björn Þór vilhjálmsson
Legofsi og hjónabandsmas
Vergirni, móðursýki og nútími í Straumrofi
Halldórs Laxness
Rangar kynferðisskoðanir og réttar
Lítt hefur verið fjallað um leikrit Halldórs Laxness í fræðilegri umræðu.
En jafnvel í því ljósi verður fyrsta leikverk Halldórs, Straumrof, sem frum-
sýnt var 1934 af Leikfélagi Reykjavíkur, að teljast hornreka. Í yfirlitskafla
Árna Ibsen um leikverk Halldórs í fimmta bindi Íslenskrar bókmennta-
sögu er fjallað um Silfurtúnglið (1954) og síðleikritin þrjú – Strompleikinn
(1960), Prjónastofuna Sólina (1962) og Dúfnaveisluna (1966) – en innan við
fimmtíu orðum er varið í Straumrof.1 Stefán Einarsson gerir leikritinu
skil í sinni bókmenntasögu með innskotssetningu sem telur um tíu orð;
Kristinn E. Andrésson þarf ekki nema þrjú.2 Í íslenskri bókmenntasögu á
ensku sem gefin var út af háskólaforlagi í Bandaríkjunum fjallar Árni aftur
um Straumrof og kallar það „fyrsta nútímalega leikritið [í íslenskum leik-
bókmenntum] hvað efnivið varðar og paródískan stíl“.3 Þetta eru athygl-
isverð ummæli og óskandi að höfundur hefði haft ráðrúm fyrir frekari
1 Árni Ibsen, „Leikritun eftir 1918“, Íslensk bókmenntasaga V, ritstj. Guðmundur Andri
Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 235–239, hér bls. 235–236.
2 Stefán Einarsson, Íslensk bókmenntasaga. 874–1960, Reykjavík: Snæbjörn Jónsson &
Co. H.F., The English Bookshop, 1961, bls. 415. Kristinn E. Andrésson, Íslenzkar
nútímabókmenntir 1918–1948, Reykjavík: Mál og menning, 1949, bls. 341.
3 Árni Ibsen, „Icelandic Theater 1790–1975“, A History of Icelandic Literature, ritstj.
Daisy neijmann, Lincoln og London: The University of nebraska Press, 2006,
bls. 552–570, hér bls. 561.
Ritið 2/2014, bls. 111–152