Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 113
112
útleggingar. Í aldarsögu Leikfélags Reykjavíkur fer sömuleiðis lítið fyrir
umfjöllun um leikritið.4
Í ritgerð um leikskáldið gengur Jón Viðar Jónsson svo langt að segja að
frá sjónarmiði harmleiksins nái Straumrof ekki „á nokkurn hátt máli“ og
reyni jafnvel á „þolrifin“.5 Yfirskrift ritgerðar Jóns Viðars gefur einnig til
kynna hversu óstöðugt orðspor Halldórs sem leikskálds er enn, en greinin
nefnist, „Var Halldór Laxness gott leikritaskáld?“ Annar tónn gerir vart
við sig í grein sem Hávar Sigurjónsson skrifar í Morgunblaðið en þar heldur
hann því fram að frumsamin leikrit Halldórs hafi fallið í skuggann af vin-
sælum leikhúsaðlögunum á skáldsögum hans, og bendir á að sú staðreynd
að leikritin, einkum síðustu þrjú, séu „óhefðbundin“ og „fet[i] ótroðnar
slóðir“ hafi átt drjúgan þátt í að staðsetja þau utan meginstraumsins og
draga úr vinsældum þeirra.6 Sérstaka athygli vekja þó vinsamleg orð í garð
Straumrofs, en Hávar nefnir meðal annars að í aðalhlutverki sé ein „af
magnaðri kvenpersónum íslenskrar leikritunar“.7
Viðbrögð sem þessi eru þó ekki algeng og hafa varla skotið rótum
meðal almennings,8 né heldur endurspeglast þau í viðhorfum fræðimanna
og gagnrýnenda nema í undantekningartilvikum. Viðtökur endurflutnings
leikverksins árið 1977 er reyndar eitt merkasta dæmið um slíka „undan-
tekningu“ en þá var verkið lofað í hástert. Tilefni sýningarinnar var sjö-
tíuogfimm ára afmæli skáldsins og verkið var nú sem áður sett upp af
Leikfélagi Reykjavíkur. Jónas Guðmundsson, gagnrýnandi Tímans, var til
að mynda bergnuminn og taldi leikritið „stórkostlegt“ og „líklega bezta
leikrit sem Halldór Laxness hefur ritað um ævina.“9 Jóhann Hjálmarsson
4 Eggert Þór Bernharðsson og Þórunn Valdimarsdóttir benda reyndar á að ákveð-
inn strengur í samtímamóttökum leikritsins kunni að skýrast af óvelvild og for-
dómum í garð Gunnars Hansen, dansks leikstjóra sem ráðinn var í húsið, og leik-
stýrði Straumrofi. Sjá Leikfélag Reykjavíkur. Aldarsaga, Reykjavík: Mál og menning,
1997, bls. 112–115. Sjá einnig Sveinn Einarsson, Leikhúsið við tjörnina, Reykjavík:
Almenna bókafélagið, 1972, bls. 31 og 67.
5 Jón Viðar Jónsson, „Var Halldór Laxness gott leikritaskáld?“ Laxness og leiklistin,
hönnun sýningaskrár Björn G. Björnsson, Jón Þórisson og Ólafur J. Engilbertsson,
samning sýningartexta Jón Viðar Jónsson, Samtök um leikminjasafn: Reykjavík,
2002, bls. 16–39, hér bls. 20–21.
6 Hávar Sigurjónsson, „Lífið á fjölunum“, Morgunblaðið, 14. febrúar, 1998, bls. 10.
7 Sama rit, bls. 10.
8 Viðurkenna verður að þessi staðhæfing er ekki studd megindlegum gögnum en
Straumrof ber sjaldnast á góma í umræðunni um Laxness og verkið hefur ekki verið
sett á svið síðan 1977.
9 Jónas Guðmundsson, „Straumrof eftir Halldór Laxness“, Tíminn, 18. mars 1977,
bls. 11.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon