Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 114
113
kallaði Straumrof hið „gleymda leikrit“ Halldórs og taldi það jafnframt
„heilsteyptasta leikrit“ skáldsins.10
Ef litið er til fræðilegra skrifa blasir hins vegar annað við. Halldór
Guðmundsson telur Straumrof líða fyrir að „persónurnar verða aldrei
verulega áhugaverðar“ og í umfjöllun sinni veitir hann atriðum sem tengj-
ast tæknilegum þáttum uppsetningarinnar mesta athygli.11 Í umfangsmik-
illi grein þar sem leitast er við að fjalla með heildstæðum hætti um feril
Halldórs sem leikskálds stígur Stefán Baldursson varlega til jarðar þegar
að Straumrofi kemur en ljóst er þó að honum fellur verkið ekki ýkja vel
og telur það minniháttar verk á höfundarferli Halldórs. Lengst gengur
hann þegar hann lýsir leikritinu sem „kjánaleg[u]“.12 Peter Hallberg kemst
að þeirri niðurstöðu að um gallað verk sé að ræða, ekki síst ef litið sé til
Fröken Julie (Fröken Júlíu, 1888) eftir Strindberg sem hann telur vera fyr-
irmynd Halldórs.13 Vart eru þau mörg leikskáldin sem stæðu keik eftir
beinan samanburð við Strindberg og sporgöngumennirnir kannski allra
síst, en burt séð frá því þá fellur greining Hallbergs að þeirri túlkunarhefð
sem er ríkjandi um Straumrof, og kann hann jafnvel að hafa haft mótandi
10 Jóhann Hjálmarsson, „Persónudrama“, Morgunblaðið, 18. mars 1977, bls. 12. Að-
alsteinn Ásberg Sigurðsson skrifaði greinarkorn þar sem hann bar viðtökurnar 1934
og 1977 stuttlega saman og komst að þeirri niðurstöðu að þar réði annars vegar
breyttur tíðarandi, það er að segja móttökustöðvar áhorfenda á tveimur tímum, en
hins vegar mistök leikenda 1934 sem hafi verið aðalorsök þess að leikritið fékk svo
lítinn hljómgrunn. „Hver var aðalástæðan fyrir þeim mistökum? Sennilega hafa
leikendur ekki gert sér eins góða grein fyrir inntaki verksins og þeir leikarar, sem
fara með hlutverkin nú.“ og Aðalsteinn Ásberg bætir við: „Sú skoðun, að Halldór
Laxness hafi verið langt á undan sinni samtíð, þegar hann skrifaði Straumrof, á við
sterk rök að styðjast. Verkinu má nú skipa meðal síðari leikrita höfundar og stendur
það þeim alls ekki að baki.“ „A[ðalsteinn]. Á[sberg]. S[igurðsson].”, „Straumrof fyrr
og nú”, Vikan 16/1977, bls. 12–13.
11 Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness. Ævisaga, Reykjavík: JPV útgáfa, 2004, bls.
344.
12 Stefán Baldursson, „‘Uppþornuð sítróna og tvær rauðar jólakúlur’“, Sjö erindi um
Halldór Laxness, ritstj. Sveinn Skorri Höskuldsson, Reykjavík: Helgafell, 1973, bls.
81–105, hér bls. 89.
13 Peter Hallberg, Hús skáldsins I. Um skáldverk Halldórs Laxness frá Sölku Völku til
Gerplu, þýð. Helgi J. Halldórsson, Reykjavík: Mál og menning, 1970, bls. 194–198.
Þegar sýningin var sett upp 1977 veltu menn vöngum yfir því hvort Straumrof væri
í anda Strindbergs, en Halldór hafnaði því þar sem ekki kæmi fyrir kvenhatur og
var niðurstaðan sú að Straumrof væri „kvenelskuleikrit en ekki kvenhatursleikrit.“
„GF“, „Straumrof eftir Halldór Laxness“, Þjóðviljinn 16. mars 1977, bls. 5.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS