Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 115
114
áhrif á hana.14 Verkið er þá túlkað sem hliðarspor eða útúrdúr á ferlinum
og skringileg misfella á höfundarverki Halldórs á skeiði þegar hann sendir
frá sér röð epískra skáldsagna sem umfram annað mótuðu höfundarímynd
hans.15
Skilgreining á framangreindum hugtökum, „útúrdúr“ og „hliðarspor“,
veltur á því að hugmynd um áfangastað sé fyrir hendi og Straumrof má sjá
sem útúrdúr ef vegferðin miðast við þjóðskáldsstöðuna sem Halldór naut
síðar meir. Þar kemur ýmislegt við sögu en leikritin skipta litlu máli. Ef
litið er til hlutverks Halldórs á ofanverðum þriðja áratugnum sem „boð-
ber[a] nútímamenningar“, eins og Halldór Guðmundsson orðar það, er
leikritið hins vegar fjarri því að vera „útúrdúr“.16 nútímavæðing varð seint
fyrirferðarmikil á Íslandi og ferlið stóð yfir lengi þótt umbreytingar hafi
verið hraðar á vissum sviðum. Eins og lýsing Halldórs á nafna sínum gefur
til kynna varð Laxness snemma umdeildur fyrir greinaskrif þar sem hann
setti fram kröfur um róttæka nývæðingu og gagnrýndi íslenskar hefðir,
sögu og samtíma. Bjartsýni einkenndi engu að síður skrif Halldórs, hlut-
irnir eru að þokast í rétta átt, og á þetta ekki síst við um greinar hans um
nútímann og kvenfrelsi – því þar hafði margt áunnist á skömmum tíma
– og til þessara skrifa er mikilvægt að líta þegar um Straumrof er rætt því
staða kvenna er þar sannarlega miðlægt umfjöllunarefni. Raunar felur leik-
ritið í sér mikilvæga úrvinnslu og endurskoðun á ýmsum helstu hugðarefn-
um Halldórs á þriðja áratugnum.
nú kynni einhver að benda á að leikritið hafi sjaldan verið sviðsett,
raunar bara tvisvar og það með rúmlega fjörutíu ára millibili, og að hugs-
anlega megi túlka þögnina sem einkennir fræðilega umræðu um Straumrof
14 Verk Peters Hallberg frá sjötta áratugnum mynda upphaf eiginlegra Laxness-fræða
og kennivaldsstaða hans um höfundarverk Halldórs stendur að mörgu leyti óhögg-
uð.
15 Um höfundarmynd Halldórs, sjá Ástráður Eysteinsson, „Halldór Laxness og aðrir
höfundar. Skáldsagan og bókmenntasagan“, Umbrot, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
bls. 1–23; Haukur Ingvarsson, Andlitsdrættir samtíðarinnar. Síðustu skáldsögur Hall-
dórs Laxness. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían,
2009, bls. 23–75. Hliðarspors-hugtakið er til dæmis notað þegar Halldór Guð-
mundsson dregur saman almenn viðhorf í garð leikskáldsins. Þar segir að „oft sé
litið á leikrit Halldórs sem hliðarspor, þar sem honum hafi ekki tekist vel upp”.
Halldór Laxness. Ævisaga, bls. 664. Útúrdúrs-hugtakið ber hins vegar á góma í
umfjöllun um Straumrof, sjá „HP“, „Straumrof í Iðnó,“ Vísir, 18. mars 1977, bls.
11.
16 Halldór Guðmundsson, ‘Loksins, loksins’. Vefarinn mikli og upphaf íslenskra nútíma-
bókmennta, Reykjavík: Mál og menning, 1987, bls. 122.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon