Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 120
119
ist á heimili Kaldan fjölskyldunnar í Reykjavík en síðari tveir í veiðiskála í
sveitinni. Mörkin milli sögusviðanna tveggja – borgar og sveitar, siðmenn-
ingar og náttúru – eru táknræn fyrir það hvernig losnar um hömlur þegar
skref er stigið út fyrir þröngan ramma borgaralegrar tilvistar og tónninn í
verkinu verður dulúðlegri og jafnvel ógnandi. Beinast liggur reyndar við að
segja að andrúmsloftið verði myrkara enda raungerast hvörfin í straumrofi
titilsins; um kvöldið fer rafmagnið af skálanum. Merkingarvirkni myrkurs-
ins sem þar með umlykur Gæu, Loft og Dag er þó ekki einföld; vissulega
geta ógnir leynst í myrkrinu og í gegnum tíðina hefur mannkynið varp-
að óttaslegnum ímyndunum sínum á nóttina og þannig umbreytt nætur-
himninum í eins konar sálfræðilegt og sammannlegt sýningartjald fyrir
hryllingsmyndir af ýmsum toga. En í myrkrinu getur einnig falist frelsi,
það sem þar gerist er handan sjónmáls valds og eftirlits, líkt og atburðarás
leikritsins er dæmi um. Myrkrið, villt svæði náttúrunnar og það að Gæa og
Dagur eru einsömul þegar líða tekur á kvöldið eru aflvaki hinnar forboðnu
hegðunar en þess ber að geta að skömmu eftir að rafmagninu slær út verð-
ur Loftur bráðkvaddur og nokkru fyrr hafði Alda tekið bifreið fjölskyld-
unnar traustataki til að sækja skemmtun í nærliggjandi bæjarfélagi.
Forvitnilegt er að nöfn allra persónanna búa yfir táknrænni vídd sem
jafnan skírskotar til náttúrunnar en þó með afar misjöfnum hætti. nöfnin
Már og Loftur vísa til víðáttu og andrýmis himinsins og kann það að vera
við hæfi í tilviki listamanns annars vegar og persónu sem umbreytist í
„anda“ í framrás verksins hins vegar, en Gæa og Alda skírskota til áþreif-
anleika jarðar og sjávar. Mikilvægast er þó að vísun nafnanna til frumefna
kallast á við þá ævafornu tvískiptingu sem tengir konur við líkama, jörðina
og hið efnislega en karlmenn við hið röklega og þar með hið vitsmunalega
og andlega.30 Þessi andstæða er mikilvæg í verkinu en höfundur tekur hins
vegar ekki undir hana heldur notar sem útgangspunkt fyrir umræðu um
kynhlutverk, valdamisvægi kynjanna og félagslega mótun þeirra.
Ótalið er nafn verkfræðingsins Dags Vestan en hann er erindreki nútímans
í verkinu. Hugmyndin um birtu býr í skírnarnafninu en ekki er síður
mikilvægt að „Vestan“ skírskotar til landfræðilegrar miðstöðvar valds og
auðs.31 Vísun skírnarnafnins til (dags)birtu – þannig að á sækja andstæður
30 S.P. ortner og H. Whitehead, „Introduction. Accounting for Sexual Meanings“,
Sexual Meanings: The Cultural Construction of Gender and Sexuality, ritstj. S.P. ortner
og H. Whitehead, Cambridge og new York: Cambridge University Press, 1981,
bls. 1–28, hér bls. 4–11.
31 nafnið tengist þannig Vesturheimi, það er að segja Bandaríkjunum, en stutt var
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS