Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 121
120
þess, nótt og myrkur – má jafnframt lesa sem táknræna skírskotun í upp-
lýsinguna. Skiptir þar máli að Dagur er verkfræðingur og starfar því við
að beygja náttúruöflin og efnisumhverfið að vilja og þörfum mannsins og
atvinna hans sameinar í vissum skilningi hina vísindalegu aðferð og áþreif-
anlegar birtingarmyndir hennar, verklega og tæknilega útfærslu fræðilegra
lausna.32 Fram kemur að sem verkfræðingur er hann ábyrgur fyrir hafn-
armannvirki á landsbyggðinni en fátt tengist nútímavæðingu Íslands nánari
böndum en átakið sem gerði löndun togara og stórtæka fiskvinnslu mögu-
lega.
Í þessu samhengi er athyglisvert að eitt af mikilvægustu heimspekirit-
um nítjándu aldar, texti sem Jürgen Habermas hefur fært rök fyrir að sé
einn af hornsteinum sjálfsvitundar nútímans, Phänomenologie des Geistes
(Fyrirbærafræði andans, 1807) eftir G.W.F. Hegel, notast við myndmál
dagrenningarinnar þegar fjallað er um byltingarkennt „rofið“ sem markar
upphaf nútímans.33 Samkvæmt Hegel líkist sú hugræna bylting sem átti
sér stað þegar heimsmynd fyrri tíðar var felld úr gildi og „nútíminn tók
að grundvalla gildi sín í sjálfum sér“ „dagrenningu“ sem „eins og elding
afhjúpar í einni andrá útlit nýs heims“.34 Að losna úr vitsmunalegum hefð-
arfjötrum var að mati Hegels líkast því að uppgötva nýja veröld. Hér kynni
einhverjum að verða hugsað til hellisfanga Platons sem flýr úr myrkrinu út
í sólina eða þess hvernig nietzsche lýsti aftöku Sókratesar sem „sólsetri“
síðan Halldór sneri aftur til Íslands eftir rúmlega tveggja ára dvöl í þessum heims-
hluta. Hann hafði ætlað sér stóra hluti og má því ætla að nafngiftin hafi haft all-
nokkra þýðingu í huga höfundar.
32 David M. Kaplan skilgreinir tækni sem „hagnýt vísindi“ en einnig sem veruleika
sem sé undirorpinn menningarlegri mótun í þeim skilningi að ávallt þarf að skil-
greina vandamálið sem glímt er við, og slík skilgreining felur í sér gildismat. Sjá
„Introduction“, Readings in the Philosophy of Technology, ritstj. David M. Kaplan,
new York og oxford: Rowman & Littlefield Publishers, Inc., 2004, bls. i–xxii, hér
bls. xiv–xv.
33 Jürgen Habermas, The Philosophical Discourse of Modernity, þýð. Frederick Lawrence,
London og Cambridge: The MIT Press, 1990, bls. 1–74. Jón Karl Helgason hefur
fjallað um innleiðingu nútímans í samhengi við kenningar Georgs Brandes og
Verðandimenn. Þar ber Hegel jafnframt á góma og það hvernig hann notast við
myndmál dags og nætur í umfjöllun um söguþróun. Sjá „Tímans heróp: Lestur á
inngangi Georgs Brandesar að Meginstraumum og á textum eftir Hannes Hafstein
og Gest Pálsson,“ Skírnir 1/1989, bls. 111–145, hér bls. 113–114.
34 Fyrri tilvitnun: Jürgen Habermas, The Philosophical Discourse of Modernity, bls.
7. Seinni tilvitnun: G.W.F. Hegel, „Hegel’s Preface to His System“, Texts and
Commentary, ritstj. og þýð. Walter Kaufmann, notre Dame: University of notre
Dame Press, 2003, bls. 20.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon