Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 122
121
yfir gjörvöllum menningarheimi fornaldar.35 Rík hefð er fyrir því með
öðrum orðum að tengja þekkingu við birtu líkt og hugtökin uppljómun og
upplýsing gefa til kynna.
Hafa verður þó í huga að gangur himintunglanna er þannig að sólin
rís í austri en sest í vestri og táknræn merking nafns Dags Vestan er því
tvíbent. Ekki er víst að skírskotað sé til færslu úr myrkri í birtu og upplýs-
ingu heldur kemur hitt til greina, að með Degi Vestan taki að húma yfir
hinni rökvæddu hugveru sem til varð með upplýsingunni, eða verið sé að
draga fram galla eða takmarkanir hennar. Eftir því sem líður á leikritið
verður þessi síðari kenning meira sannfærandi.
Eins og gefið hefur verið til kynna er tilfinningaboginn spenntur til
hins ýtrasta í leikritinu og mikilvæg hvörf verða við lok annars hluta en
rétt áður en tjaldið fellur kastar Gæa sér í fang Dags. Þegar tjaldið rís á
ný liggur Gæa undir sæng en Dagur, klæddur í slopp, hefur komið sér
fyrir til fóta á rúmbekk. Fyrstu samskiptin eru að Gæa spyr Dag, „Var það
ekki unaðslegt?“36 Kynferðislegi unaðurinn sem Gæa vísar til er tengdur
lífi, birtu og endurfæðingu en líf hennar þar á undan með Lofti er tengt
doða, dauða og kviksetningu, því að vera föst í kalkaðri gröf. „En nú er
ég loksins risin upp frá dauðum“, segir Gæa, „[v]ið höfum verið sköpuð
til að elskast“.37 Svo reisir hún sig við í rúminu og faðmar Dag: „ég hefði
aldrei haldið, að neitt væri til líkt því. Að önnur eins hamíngja gæti verið
til. Það er ekki menskra manna.“38 Yfirlýsingar Gæu gætu samræmst þeirri
rómantísku tjáningu sem varð ríkjandi í orðræðu ástarinnar á nítjándu öld
samhliða því sem sjálfu tilhugalífinu voru stöðugt sniðnar þrengri skorður.
orðaskiptin hefðu samkvæmt því átt að fara fram í setustofu að degi til og
þótt hjónaleysin hefðu fengið ákveðið næði hefði strangt eftirlit engu að
síður verið haft með þeim.39 Að þau ræði saman fáklædd í „rúminu“ tekur
hins vegar af allan vafa um að orð hennar vísa ekki til upphafinna hug-
35 Platón, Ríkið, síðara bindi, þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson og Kristján Árnason,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, bls. 157–161. Tilvitnunin í nietzsche er
í háskólafyrirlestra hans þar sem hann fjallar um dauða Sókratesar. Hún er fengin
úr Walter Kaufmann, Nietzsche. Philosopher, Psychologist, Antichrist. Third Edition.
Revised and Enlarged, new York: Random House, 1968, bls. 397.
36 Halldór Laxness, Straumrof, bls. 67.
37 Sama rit, bls. 69, 70.
38 Sama rit, bls. 68.
39 John D’Emilio og Estelle B. Freedman, Intimate Matters. A History of Sexuality in
America. Second Edition, Chicago og London: The University of Chicago Press,
1997, bls. 74–75.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS