Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 124
123
byggðar hneigðir kvenna, en auk þess að leggja rækt við börn var kynkuldi
talinn konum til tekna rétt eins og háttvísi, hógværð og rík þjónustulund.44
Hugmyndafræðileg stjórntæki þurfa þó ekki aðeins á fyrirmyndum að
halda heldur eru neikvæð fordæmi einnig nauðsynleg og Barbara Creed
hefur bent á að „öll samfélög [hafi búið] sér til ímynd af konunni sem
skrímsli“.45 Þessari ímynd er ætlað að draga fram einkenni sem eru síður
ákjósanleg; það sem er „hneykslanlegt, ógnvekjandi og ógeðslegt“ við
konur.46 nær undantekningarlaust felur slík ímyndamótun í sér að „lík-
amleiki“ konunnar er gerður skammarlegur og ógeðfelldur. Má þar greina
umfangsmikla og samfellda skrumskælingu á eðlilegri líkamsstarfsemi sem
nær frá tíðum kvenna til kynhvatar, kynlífs, og svo allra þeirra þátta sem
tengjast meðgöngu og barnsburði.47 Þá var jafnréttisbarátta kvenna og
tilraunir þeirra til að víkka út athafnasvið sitt framsett sem grótesk tilraun
til að umbreyta konum í karla og sem árás á undirstöður þjóðfélagsins og
náttúrulegt skipulag.48 Eins og það er orðað í grein sem birtist í Skírni
1909 þá vanrækja konur sem láta sig slíka hluti varða „þær skyldur, sem
guðs og manna lög hafa boðið þeim að gegna.“49 Konum ber þannig að
blygðast sín fyrir líkamsstarfsemi sína og líta á tiltekin félagsleg athafna-
rými sem bannsvæði og baráttuna fyrir pólitískum réttindum sem and-
stæðu kvenlegs eðlis.50 Eins og þegar hefur verið rætt er málum öðruvísi
44 Anne Higonnett, „Representations of Women“, bls. 312–316.
45 Barbara Creed, The Monstrous-Feminine. Film, Feminism, Psychoanalysis, London og
new York: Routledge, 1993, bls. 1. Sjá jafnframt Mary Russo, The Female Grotesque.
Risk, Excess, Modernity, new York og London: Routledge, 1994.
46 Sama rit, bls. 1.
47 Jane M. Ussher, Managing the Monstrous Feminine. Regulating the Reproductive Body,
London og new York: Routledge, 2006.
48 Susan Faludi hefur fjallað um hvernig framfaraskrefum kvennabaráttunnar var
jafnan fylgt eftir með bakslagi sem gerði sigurinn, smár sem hann var, að engu:
„Ólík bakslög gegn frekar hógværum sigrum kvenna – eða jafnvel bara gegn þeirri
hugmynd að hagur kvenna væri að vænkast – gefur að líta í þróun kvenkúgandi laga
um eignarrétt og refsingar til handa ókvæntum og barnlausum konum í Róm til
forna; hér mætti einnig nefna dóma fyrir guðlast sem féllu yfir kvenkyns lærlingum
árkirkjunnar kristnu, sem og víðtækar nornabrennur evrópskra miðalda.” Susan
Faludi, Backlash. The Undeclared War Against Women, new York: Three Rivers
Press, 1991, bls. 62.
49 nafnlaus, „Ágrip af upptökum og sögu kvenréttindahreyfingarinnar í Ameríku“,
Skírnir, 1909, bls. 65–76, hér bls. 72.
50 Um svigrúm kvenna til félagslegra athafna í samhengi við kynferði og kynhegðun
þeirra, sjá Heiða Jóhannsdóttir, „Konan, borgin og kynsjúkdómar. Myndhverfing
sóttnæmis í breskum fræðslumyndum“, Ritið 2/2012, bls. 147–168.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS