Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 127
126
konum og í samfélaginu.55 Um er að ræða hagsmuna- og valdabaráttu sem
birtist í ýmsum siðferðislegum og hugmyndafræðilegum myndum. Helen
King og Elaine Showalter hafa báðar sýnt að „kvennasjúkdómar“ á borð
við vergirni og móðursýki njóta sérstöðu innan læknavísindanna því þótt
einkennin séu breytileg hefur jafnan verið merkilegur samhljómur milli
meðferðarúrræða og „lækninga“ og ríkjandi hugmynda hvers tímabils um
æskilega hegðun kvenna og „eðli“ þeirra.56
Það er því athyglisvert að hneykslun gagnrýnandans sem tengdi hegð-
un Gæu með beinum hætti við „vergirni“ var svo djúpstæð að siðferðilegur
áfellisdómurinn og sjúkdómsvæðingin, sem er fyrirfram innbyggð í hug-
takið, dugir ekki til heldur finnur Guðbrandur sig knúinn til að halda á
lofti „sjúklegri“ útgáfu af sjúkdómnum. Þetta er vísbending um hversu
eldfimt efnið er sem Laxness tekur til umfjöllunar. Guðbrandur var heldur
ekki einn um að virkja sjónarhorn og tungumál læknavísindanna. Gæa er
„móðursjúk“ að mati Kristjáns Albertssonar í Morgunblaðinu, „K“ í Nýja
dagblaðinu og gagnrýnanda Alþýðublaðsins („X–E“) og telur Kristján enn-
fremur að markmið leikritsins sé „að lýsa dýrinu í konunni“. Kristján ræðir
þann „dýrslega bruna, sem æðir í brjósti konunnar“,57 en Gæa holdgerir
djúpstæðustu og frumstæðustu eigindir kvenna þegar hún „vegsamar nekt
55 Þótt ætla mætti að viðhorf þessi tilheyri fortíðinni gefur grein sem birtist í The
New York Times í fyrra til kynna að svo þurfi ekki endilega að vera. Fjallað er um
áralangar rannsóknir og þróunarvinnu lyfjaiðnaðarins við að skapa kynörvandi pillu
fyrir konur, kvenkyns útgáfu af Viagra. Í ljós kemur að innan veggja fyrirtækjanna
valda möguleg samfélagsleg áhrif slíkrar pillu „ugg og hræðslu um að kynferðislegt
stjórnleysi“ grípi um sig meðal kvenþjóðarinnar. Blaðamaðurinn Daniel Bergner
vitnar í ráðgjafa lyfjaiðnaðarins sem segja stjórnendur jafnframt áhyggjufulla um
að Mat og lyfjaeftirlitið bandaríska hafni lyfinu vegna þess að það sé „of sterkt“ og
muni „leiða til kvenlegrar ofgnóttar, vitskertra framhjáhaldskasta og niðurrifs sam-
félagsins.“ Andrew Goldstein, verkefnastjóri lyfjaþróunarinnar í Washington, segir
að menn vilji að lyfið sé gott en ekki of gott, við „verðum að sanna að við gerum
konur ekki sjúklega vergjarnar“, er haft eftir honum. Daniel Bergner, „Unexcited?
There May Be a Pill for That“, The New York Times, 22. maí 2013 [sótt 19. febrúar
2014].
56 Elaine Showalter, The Female Malady: Women, Madness and English Culture, 1830–
1980, London: Virago Press, 1987, bls. 3–14; Helen King, „once Upon a Text:
Hysteria From Hippocrates“, Hysteria Beyond Freud, ritstj. S.L. Gilman et. al.,
Berkeley, Los Angeles og London: University of California Press, 1993, bls. 3–90.
Sjá einnig Andrew Scull, Hysteria: The Biography, oxford og new York: oxford
University Press, 2009.
57 Kristján Albertsson, „Straumrof Halldórs Kiljan Laxness“, Morgunblaðið 1. desemb-
er 1934, bls. 4–5, fyrstu tvær tilvitnanir bls. 4, sú þriðja bls. 5; „K.“, „Leikhúsið.
Halldór Kiljan Laxness: Straumrof“, bls. 2; „X–Y“, „Straumrof“, bls. 3.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon