Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 128
127
sína,“ og vísar Kristján þannig til þess hvernig stýriþættir siðmenningar-
innar virðast standa höllum fæti í persónugerð hennar þegar út fyrir borg-
ina og í náttúrulegt umhverfi veiðiskálans er komið, sem og þess hvernig
hún tjáir sig umbúðalaust um ánægjuna sem hún upplifði um nóttina.58
Gæa birtist Kristjáni sem „auðvirðuleg“ persóna og „einskisvirði“ og ljóst
er að „einkenni“ vergirni og móðursýki hafa runnið saman í „nautnavímu
næturinnar“.59 Kristján telur fullljóst að Gæa hafi aldrei „notið sín“ fyrr en
þessa nótt, en að nú brenni „nýr eld[ur] í holdinu“.60 „Dýrið“ sem Kristján
sér leyst úr viðjum umbreytist í rándýr í ummælum Guðbrands sem vísar
ávallt til Gæu sem „kerlingarinnar“ (fram kemur að hún stendur á fertugu)
en Már er henni „auðveld bráð“ og þegar í veiðiskálann er komið er hún á
réttum stað, enda enn í „veiðihug“.61
Í ástarbríma hafnar Gæa „móðurástinni“ samkvæmt Kristjáni og
„umbreytist [þar með í] nýfæ[tt] kvendýr“ hvurs helsta einkenni er „eig-
ingirni“ sem er sérlega ókvenlegur eiginleiki, rétt eins og áhugi á kyn-
lífi.62 Eldurinn í holdinu verður til þess að „frúin ærist“ og „sturlast“ og
58 Kristján Albertsson, „Straumrof Halldórs Kiljan Laxness“, bls. 4.
59 Kristján Albertsson, „Straumrof Halldórs Kiljan Laxness“, bls. 5; „X–Y“, „Straum-
rof“, bls. 3. Í „Skýrslu um sjúklinga á sjúkrahúsinu í Reykjavík, frá 6. október 1868
til 6. október 1879“ er í fyrsta sinn minnst á „móðursýki“ svo framarlega sem mér
hefur tekist að rannsaka sögu þessa hugtaks á íslensku, og er sá sjúkdómur ekk-
ert útskýrður nánar. Í Eir, ársfjórðungsriti handa alþýðu um heilbrigðismál árið
1900, í greininni „Um samband sjúkdóma við kynferði manna, aldur og skyld-
leika“, segir m.a.: „Taugakerfi kvenna er miklu veikara fyrir en taugakerfi karla, og
eru því taugar kvenna miklu viðkvæmari og móttækilegri fyrir æsingum utan að,
sömuleiðis er taugaveiklun og móðursýki og þreyta í taugunum og þar af leiðandi
magnleysi og dofi algengari hjá konum en körlum.“ Sjá J. Jónassen, „Skýrsla um
sjúklinga á sjúkrahúsinu í Reykjavík, frá 6. október 1868 til 6. október 1879“, við-
auki við 4. tbl. Þjóðólfs, 28. janúar,1880, bls. 3; nafnlaust, „Um samband sjúkdóma
við kynferði manna, aldur og skyldleika,” Eir júlí-des. 1900, bls. 113–119, hér
bls. 113. Á þriðja áratugnum vændu menn pólitíska andstæðinga sína iðulega um
„móðursýki“ í blaðagreinum og á samhenginu má ráða að menn leggi það að jöfnu
við taugaveiklun. Í raun er þar um að ræða eins konar „pólitíska móðursýki“, og
orðræðan kynjuð með neikvæðum hætti. Hérlendis virðist móðursýkin því þótt
hentug leið til að kvengera andstæðinginn og gefa þannig í skyn að geð hans sé
vanstillt. Sjá t.d. Erlendur Friðjónsson, „Móðursýki“, Verkamaðurinn, 18. ágúst
1925, bls. 2–3.
60 „G.J.“, „Halldór Kiljan Laxness: Straumrof“, bls. 3. Rétt er að hnykkja á hugtaka-
notkuninni. Þegar „G.J.“ vísar til Gæu sem „kerlingarinnar“ sviptir hann hana
kynferði sínu og færir yfir á dótturina. Kerlingin er of gömul til að hegða sér með
þessum hætti og kynferði hennar er af þeirri ástæðu gróteskt.
61 G.J.“, „Halldór Kiljan Laxness: Straumrof“, bls. 4.
62 Kristján Albertsson, „Straumrof Halldórs Kiljan Laxness“, bls. 4.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS