Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 129
128
þannig er sett fram orsakasamhengi milli kynferðislegrar nautnar kvenna
og brjálsemi og þess að „missa taumhaldið á dýrinu í […] sér“.63 Ekki er
nóg með það heldur er nautnin sjálf gerð að skaðlegu afli sem uppræt-
ir móðureðli kvenna og leiðir til dauða afkvæma þeirra. Sama hugmynd
birtist í dómi Guðbrands sem skýrir örþrifaráð Gæu undir lokin með til-
vísun til „vergirni“ hennar sem „villir henni sýn“ um það hvernig best sé
að bregðast við flóknum kringumstæðum.64 Hin kvenlega hugvera var
með þessum hætti undirskipuð eigin líkamsstarfsemi með afdráttarlaus-
um og niðrandi hætti. Hún birtist sem veikburða, veiklynd og viljalaus,
það voru brestir í taugakerfinu og tilfinningalífinu og sjúklegar kynferð-
iskenndir brutust fram, stundum með skelfilegum hætti.65
Ritdómur Kristjáns, rétt eins og skrif Guðbrands og nokkurra ann-
arra gagnrýnenda, litast af þeim siðferðilega áfellisdómi sem svo gjarnan
var fylgifiskur umræðu um kynverund kvenna. Athyglisvert er að aðeins
ein kona tók þátt í umræðunni um Straumrof, svo vitað sé. Það var Soffía
Ingvarsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarliði í Kvenréttindafélagi
Íslands um árabil, en hún mótmælir meðal annars túlkun Kristjáns
Albertssonar á leikritinu og gerir athugasemdir við þær forsendur sem
hann gefur sér varðandi hugarheim kvenna. Afdrifaríkur galli Straumrofs
að mati Kristjáns er sú aðferð höfundar að nota hugveru sjúkrar konu til
að draga upp mynd af tilvistarumhverfi efri stéttarinnar sem er þá um leið
brenglað og skrumskælt. Til að færa rök fyrir máli sínu ber Kristján Gæu
63 Kristján Albertsson, „Straumrof Halldórs Kiljan Laxness“, bls. 4; „K.“, „Leikhúsið.
Halldór Kiljan Laxness: Straumrof“, bls. 2.
64 „G.J.“, „Halldór Kiljan Laxness: Straumrof“, bls. 4.
65 Í íslenskri menningarumræðu (í þessu tilviki Vestur-íslenskri) má greina athyglis-
verðan vinkil á móðursýkishugtakinu þar sem sjúkleikinn er túlkaður sem eins
konar „sannleikseinkenni“, þ.e.a.s. veikin afhjúpar raunverulegt eðli konunnar.
Þetta viðhorf er ekki fjarri túlkun Kristjáns Albertssonar á leikritinu í Morgun-
blaðinu. Þá er jafnframt athyglisvert hvernig hin rannsakandi karlmannsvitund
nýtur hér góðs af menningarlegu kapítali helsta bókmenntarisa tímabilsins, sjálfum
Leo Tolstoy. Árið 1921 er í grein í Heimskringlu vitnað í bréf frá lækni til dóttur
Tolstoys um eiginkonu hans, þar sem segir m.a.: „Við aldur hennar og þverrun and-
legs þreks, virðist hið undirliggjandi eðlisfar hennar opinberast. og þar ber mest
á tveimur spillandi einkennum (hysterical og paranoiac). Hið fyrra kemur fram í
viðkvæmnislega ýktum skoðunum um reynslu hennar, er snúa öllum hugsunum
hennar að hennar eigin persónu. Þetta gengur svo langt, að hún fórnar sannleika
og betri tilfinningum í því skyni, að koma eigingjörnum áformum í framkvæmd.
Hið síðara kemur fram í tortrygni hennar, er leiðir til rangra ályktana um allt það,
er Leo Tolstoy snertir“. Stefán Einarsson, „Tolstoy og konan hans“, Lögberg, 7.
júní 1922, bls. 2–3.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon