Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 130
129
saman við Sigurlínu í Mararbúð úr Sölku Völku (1931–32) og telur sig
greina að samúð höfundar liggi mun frekar með hinni síðarnefndu. Soffía
bendir hins vegar á að leikritið geri ákveðnum þjóðfélagsaðstæðum skil og
dragi fram „óhamingju“ kvenna í samfélagi sem er þeim að mörgu leyti
fjandsamlegt.66 Ennfremur bendir hún á að samanburðurinn við Sigurlínu
sé vart sanngjarn; innra lífi kvenna sem lifa jafn fjarskyldu lífi verði ekki
lýst með sömu aðferðum. Soffía færir einnig rök fyrir því að tilvistarlegt
þrot Gæu sé vandlega undirbyggt í sálfræðilegum og frásagnarlegum skiln-
ingi, og hlutur hennar sé ekki að skrumskæla „fólk sem lifir við sæmileg
kjör,“ líkt og Kristján heldur fram.67 Þvert á móti telur Soffía sig greina
djúpa samúð með Gæu. Hún bendir jafnframt á að lesháttur Kristjáns eigi
margt skylt með þeim tilvistarhömlum „sem fyrirmæli siðferðis og laga
hafa sveipað utan um kveneðlið“ í borgaralegu og kapítalísku samfélagi
nútímans þar sem karlar ráða lögum og lofum.68 Þar vísar Soffía til þess að
Kristjáni finnst sjálfsagt að stíga fram með yfirlýsingar um konur og eðli
þeirra, líkt og sá sem skilgreiningarvaldið hefur. Þetta er réttmæt gagnrýni
og á raunar við um fleiri ummælendur en Kristján.
Þegar kemur að móðursýki Gæu og merkingaraukunum sem felast í
hugtakanotkuninni hafnar Soffía ekki „sjúkdómsgreiningu“ Kristjáns með
beinum hætti heldur leitast við að endurskilgreina virkni þáttanna sem
hann tengir við móðursýki. Þetta leysir Soffía vel af hendi og dregur upp
mynd af persónu sem er sálfræðilega trúverðug og að endalokin séu rök-
rétt niðurstaða frásagnarframvindunnar: „Allt er látið hjálpast að til að
gera eðlilegt, að hið æsta geð, þessarar óhamingjusömu konu gangi úr
skorðum.“69 Kristján einblínir á líkama Gæu meðan Soffía veltir fyrir sér
tilvistarskilyrðum hennar og aðstæðum og í raun er athyglisvert hvernig
andstæð sjónarmið þeirra spegla togstreitu tímabilsins um það hvort leita
beri líkamlegra eða sálfræðilegra orsaka fyrir tauga- og kvennasjúkdóm-
um. nánar verður hugað að þessari umræðu hér að neðan því menningar-
söguleg virkni hugmynda um „kvennasjúkdóma“ og kynverund kvenna
eru lykilatriði þegar ráða á í og túlka Straumrof, líkt og dómarnir sem
66 Soffía Ingvarsdóttir, „Um Straumrof“, Nýja dagblaðið, 14. desember 1934, bls. 2;
síðari hluti greinar hennar birtist degi síðar, 15. desember 1934, bls. 4. Í tilvitn-
unum hér að neðan má greina af blaðsíðutali hvort vísað sé til fyrri eða síðari hluta
greinarinnar. Sjá einnig Kristján Albertsson, „Hin nýja skáldsaga Halldórs K.
Laxness,“ Lesbók Morgunblaðsins, 25. september 1932, bls. 295–297.
67 Kristján Albertsson, „Straumrof Halldórs Kiljan Laxness“, bls. 5.
68 Soffía Ingvarsdóttir, „Um Straumrof“, bls. 2.
69 Sama rit, bls. 2.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS