Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 135
134
Á öndverðum þriðja áratugnum las Halldór með áhuga Geschlecht und
Charakter (Kynlíf og skapgerð, 1903) eftir otto Weininger en forvitnilegt er
að huga stuttlega að þessu riti í samhengi við karlmiðuð menningarleg við-
horf til kvenna og líkama þeirra. Weininger telur samskipti karla og kvenna
harla vonlaus og grundvallar kenningakerfi sitt á þeim fjölbreytilega skorti
sem einkennir konur, en þar á hann við skort á vitsmunum og rökhugsun,
siðferði, skort á rýmisskynjun, og minnisskort – konur eiga samkvæmt
Weininger erfitt með að henda reiður á fortíð sinni, en kynlíf og barneign-
ir vilja þó sitja eftir.81 Samneyti karla við þessar verur, einkum kynferð-
islegt, er til þess eins fallið að lítillækka karlinn og stefna manngildi hans
í hættu. Eins og Halldór Guðmundsson bendir á virðist farsælasta lausnin
sem þessi sérkennilegi þýski aldamótamaður eygir vera útdauði tegundar-
innar. Peter Hallberg skýrir umfjöllun Straumrofs um kynferðismál meðal
annars með tilvísun til kenninga Weiningers, líkt og hann gerir í greiningu
sinni á Vefaranum mikla frá Kasmír.82 Snertiflöturinn er án efa til staðar í
tilviki Vefarans mikla frá Kasmír, og samræða Halldórs við menningartexta
samtíðar sinnar var jafnan umfangsmikil og flókin. En í tilviki Straumrofs
er mikilvægt að víkka sjóndeildarhringinn og staðsetja verkið innan mun
víðtækari og umfangsmeiri umræðu um kynverund kvenna.
Í klassískum verkum á borð við Psychopathia Sexualis. Eine Klinisch-
Forensische Studie (Kynferðisleg geðvilla: Klínísk-réttarfarsleg rannsókn, 1886)
eftir Richard von Krafft-Ebing, en það er þekkt undirstöðurit á sviði kyn-
fræði, birtist vísindahyggja nútímans þar sem kynhegðun mannsins er færð
inn í nákvæmt flokkunarkerfi sem jafnframt skilgreinir og fellir siðferð-
isdóma, þótt síðarnefnda virknin sé hálfgerður laumufarþegi í textanum.
Kynverund kvenna er sett undir smásjá þekkingartækja nútímans og ræðir
Krafft-Ebing vergirni kvenna í löngu máli. Fjöldi líkamlegra einkenna
er til umfjöllunar enda sjúkrasögur algengasta þekkingaruppsprettan, en
athygli vekur að þau skýrustu tengjast félagslegri hegðun. Birtingarmyndir
vergirni eru því meðal annars „ásókn í félagsskap karla, skrautgirni, notkun
ilmvatns og mas um hjónaband og hneykslismál“.83 Þá eru veikindi kvenna
81 Umfjöllunin um otto Weininger byggir að mestu á greiningu Halldórs Guð-
mundssonar, ‘Loksins, loksins’, bls. 146–155.
82 Varðandi umföllun Peters Hallberg um Weininger og Vefarinn mikla frá Kasmír,
sjá Vefarann mikla II, þýð. Björn Th. Björnsson, Reykjavík: Helgafell, 1970, bls.
61–75, og Hús skáldsins I, bls. 197–198.
83 Richard von Krafft-Ebing, Psychopathia Sexualis. With Especial Reference to the
Antipathic Sexual Instinct. A Medico-Forsenic Study, þýð. F. J. Rebman, new York:
Physicians and Surgeons Book Company, 1936, bls. 481.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon