Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 136
135
að hluta skýrð með því að benda á að „siðferði og viljastyrkur [þeirra hafi
látið] undan síga“.84 Mikilvægast er þó hvernig stoðum var rennt undir
hugmyndir um eðlislæga kyndeyfð eða kynkulda kvenna, líkt og Higonnet
bendir á hér að framan. „Áberandi áhugi á kynlífi hjá konum vekur upp
spurningar um veikindi,“ að mati Krafft-Ebing.85
Þeir kostir sem nú eru gerðir eftirsóknarverðir í fari kvenna eru útkoma
umfangsmikillar hugmyndafræðilegrar „vinnu“ (eða „framleiðslu á sann-
leika“ eins og Foucault myndi orða það) sem fram fór þegar samfélagslegt
hlutverk kvenna var endurskilgreint í samhengi við borgaralega lifnaðar-
hætti og þá auknu velmegun sem kaupsýsla og viðskipti færðu ákveðnum
þjóðfélagshópum. Borgaralega heimilið og fjölskyldugildin sem lágu því
til grundvallar skilyrtu nú samfélagslegt hlutverk konunnar og kvenleika.
Breytingunum fylgdi nýr skilningur á einkarýminu sem nú var afdrep og
skjól og vettvangur fyrir einkalíf einstaklinga og rækt var þar lögð við einka-
sjálfið. „[n]ú var í fyrsta sinn greint á milli einkarýmisins og almannarým-
isins á forsendum sem talist geta nútímalegar“ segir Jürgen Habermas
um þróun borgarsamfélags á átjándu og nítjándu öld.86 Íslenska hugtakið
húsmóðir gefur ágæta vísbendingu um gildismatið sem grundvallaði félags-
lega virkni kvenna í þessu nýja umhverfi og kallast það á við enska hug-
takið „housewife“ sem er álíka gegnsætt þótt áhersla sé þar lögð á eig-
inkonuhlutverkið.87 Í báðum tilvikum er megináhersla lögð á heimilið,
fjölskyldurýmið, og saman kjarna hugtökin verurými kvenna innan hins
borgaralega og nútímalega hjónabands. Eitt af því sem Straumrof gerir svo
84 Sama rit, bls. 482.
85 Sama rit, bls. 87.
86 Jürgen Habermas, The Structural Transformation of the Public Sphere, þýð. T. Burger,
Cambridge: The MIT Press, 1999, bls. 11 og 43–50.
87 Um tilurð „housewife“-hugtaksins, sjá Celia Lury, Consumer Culture, Cambridge:
Polity Press, 2001, bls. 121–127. Hér er rétt að minnast líka „húsfreyju“–hugtaksins
en það á rætur að rekja til bændasamfélagsins og munurinn á hugtökunum tveim-
ur endurspeglar samfélagslegt umrót tímabilsins, búferlaflutningana úr sveitum
landsins í þéttbýliskjarna við sjávarsíðuna og til höfuðborgarsvæðisins. Athafnasvið
húsfreyjunnar er „húsið“ en þar var þó oftast vísað til sveitaheimilis af ákveðinni
stærð sem undantekningarlaust var einnig vinnustaður. Ábyrgðin sem fylgdi um-
sjón þess var gjörólík skyldum „húsmóður“ borgarstéttarinnar. Húsfreyjan stýrði
heimilinu við hlið bóndans, hafði gjarnan mannaforráð og gekk í ýmis störf líkt og
vísunin í Freyju, gyðju ástar og stríðs, gefur til kynna. Mikilvægt er þó að ítreka að
meiri forréttindi felast í stéttaskírskotun húsfreyjuhugtaksins en húsmóðurinnar, en
síðarnefnda hugtakið var gjarnan notað þvert yfir efnahagslegar- og stéttalínur.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS